Körfubolti

Risa­leikir í undanúr­slitum bikarsins

Sindri Sverrisson skrifar
Liðin sem léku um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, Stjarnan og Tindastóll, gætu mögulega mæst í úrslitaleik VÍS-bikars karla eftir að dregið var í dag.
Liðin sem léku um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, Stjarnan og Tindastóll, gætu mögulega mæst í úrslitaleik VÍS-bikars karla eftir að dregið var í dag. vísir/Hulda Margrét

Dregið var í undanúrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu og ljóst að framundan eru risaleikir.

Boðað verður til bikarveislu í Smáranum 3.-8. febrúar, þar sem úrslitin ráðast í bikarkeppnum karla og kvenna sem og í yngri flokkum.

Dregið var í undanúrslit karla og kvenna í dag og má sjá dráttinn hér að neðan.

Þriðjudagurinn 3. febrúar, karlar:

  • 17.15 Keflavík – Stjarnan
  • 20.00 Tindastóll – KR

Miðvikudagurinn 4. febrúar, konur:

  • 17.15 Keflavík – Hamar/Þór
  • 20.00 Tindastóll – Grindavík

Ríkjandi bikarmeistarar eru fallnir úr leik, bæði hjá körlunum og konunum, en Valsmenn og Njarðvíkurkonur stóðu uppi sem sigurvegarar á síðustu leiktíð.

Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitil karla á síðustu leiktíð, Stjarnan og Tindastóll, gætu mæst í bikarúrslitaleiknum í ár því Stjarnan dróst gegn Keflavík en Tindastóll gegn KR.

Tindastóll og Keflavík eru bæði með lið í undanúrslitum karla og kvenna, og eiga því möguleika á að vinna tvöfalt í bikarnum í ár.

Leikið verður í undanúrslitunum þriðjudaginn 3. febrúar og miðvikudaginn 4. febrúar, og hefst miðasala á leikina núna á miðvikudaginn. Úrslitaleikirnir verða svo laugardaginn 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×