Handbolti

Mikil trú á ís­lenskum sigri meðal stuðnings­manna Ís­lands

Valur Páll Eiríksson skrifar
Strákarnir okkar hafa lofsamað stuðningsmennina sem sett hafa svo sterkan svip á Kristianstad síðustu daga. Það var meira segja boðið upp á dans eins og má sjá hér.
Strákarnir okkar hafa lofsamað stuðningsmennina sem sett hafa svo sterkan svip á Kristianstad síðustu daga. Það var meira segja boðið upp á dans eins og má sjá hér. Vísir/HBG

Stuðningsmenn Íslands eru í miklu stuði á stuðningsmannasvæðinu, Fan Zone, við keppnishöllina í Kristianstad. Vísir tók púlsinn fyrir leik kvöldsins við Ungverja.

Ísland mætir Ungverjum í úrslitaleik riðilsins í kvöld og íslensku strákarnir fá áfram góðan stuðning úr stúkunni.

Einhverjir stuðningsmenn eru horfnir á braut eftir góða og sigursæla helgi í Kristianstad en aðrir bætast við og líklega verður engin vöntun á stemningu í kvöld.

Líkt og vanalega var hitað vel upp á stuðningsmannasvæðinu og Henry Birgir Gunnarsson skoðaði stemninguna í beinni útsendingu og ræddi við hressa stuðningsmenn íslenska liðsins.

Útsendingin má nálgast í spilaranum að neðan.

Klippa: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn á móti Ungverjum

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19:30 og er lýst beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×