Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2026 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson er á leið í sannkallaðan stórleik í kvöld gegn Ungverjum. EPA/Johan Nilsson Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson stendur í ströngu á EM í handbolta en hann er líka að gera frábæra hluti í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. „Hann er betri en þú, alla vega eins og sakir standa,“ sagði Sindri Kamban léttur við félaga sinn og fantasy-sérfræðinginn Albert Guðmundsson, í nýjasta þætti Fantasýn, þegar talið barst að Viktori Gísla. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og umræðan um lið Viktors Gísla hefst eftir 57:34 mínútur. Viktor Gísli er með liðið El Tigre og er í 66. sæti yfir alla Íslendinga sem eiga lið í fantasy-leiknum. Hann virðist vera að standa sig best af strákunum okkar í íslenska landsliðinu og er í hópi 20.000 bestu í öllum heiminum þegar kemur að leiknum, til viðbótar við að vera í hópi betri handboltamarkvarða heims eins og fólk veit. „Ert þú ekki með íslenskt vegabréf?“ „Hann er á rönni núna með landsliðinu. Hvort ætli hann sé meira spenntur fyrir því að komast í topp 10.000 í Fantasy eða vinna EM í handbolta?“ spurði Sindri. „Klárlega Fantasy. Hann tekur fótbolta fram yfir handbolta. Það hlýtur að vera,“ sagði Albert og velti fyrir sér hvort væri vinsælla, draumadeildarleikurinn eða handbolti. „Ert þú ekki með íslenskt vegabréf? Hvað er í gangi?“ sagði Sindri léttmóðgaður fyrir hönd handboltaþjóðarinnar. Varðandi lið Viktors Gísla í síðustu umferð, sem hann hefur kannski haft minni tíma en ella til að velta fyrir sér sökum EM, vakti kannski mesta athygli að hann skyldi vera með hinn misáreiðanlega Cole Palmer sem skilaði níu stigum. „Mér líst vel á þetta lið, það er ekki hægt að neita því. Skemmtilegt að vera með Palmer, áhætta, en það borgaði sig núna og Chelsea er með frábært prógramm. Ég held að hann sé ekkert allt of ánægður með O‘Reilly og Foden í akkúrat þessari umferð en hann er með tvöfalda Arsenal-vörn. Van Dijk er búinn að valda vonbrigðum en þetta lítur mjög vel út hjá honum,“ sagði Albert en umræðuna má heyra hér að ofan. Alla Fantasýn-þættina má heyra á tal.is. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Fantasýn Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
„Hann er betri en þú, alla vega eins og sakir standa,“ sagði Sindri Kamban léttur við félaga sinn og fantasy-sérfræðinginn Albert Guðmundsson, í nýjasta þætti Fantasýn, þegar talið barst að Viktori Gísla. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og umræðan um lið Viktors Gísla hefst eftir 57:34 mínútur. Viktor Gísli er með liðið El Tigre og er í 66. sæti yfir alla Íslendinga sem eiga lið í fantasy-leiknum. Hann virðist vera að standa sig best af strákunum okkar í íslenska landsliðinu og er í hópi 20.000 bestu í öllum heiminum þegar kemur að leiknum, til viðbótar við að vera í hópi betri handboltamarkvarða heims eins og fólk veit. „Ert þú ekki með íslenskt vegabréf?“ „Hann er á rönni núna með landsliðinu. Hvort ætli hann sé meira spenntur fyrir því að komast í topp 10.000 í Fantasy eða vinna EM í handbolta?“ spurði Sindri. „Klárlega Fantasy. Hann tekur fótbolta fram yfir handbolta. Það hlýtur að vera,“ sagði Albert og velti fyrir sér hvort væri vinsælla, draumadeildarleikurinn eða handbolti. „Ert þú ekki með íslenskt vegabréf? Hvað er í gangi?“ sagði Sindri léttmóðgaður fyrir hönd handboltaþjóðarinnar. Varðandi lið Viktors Gísla í síðustu umferð, sem hann hefur kannski haft minni tíma en ella til að velta fyrir sér sökum EM, vakti kannski mesta athygli að hann skyldi vera með hinn misáreiðanlega Cole Palmer sem skilaði níu stigum. „Mér líst vel á þetta lið, það er ekki hægt að neita því. Skemmtilegt að vera með Palmer, áhætta, en það borgaði sig núna og Chelsea er með frábært prógramm. Ég held að hann sé ekkert allt of ánægður með O‘Reilly og Foden í akkúrat þessari umferð en hann er með tvöfalda Arsenal-vörn. Van Dijk er búinn að valda vonbrigðum en þetta lítur mjög vel út hjá honum,“ sagði Albert en umræðuna má heyra hér að ofan. Alla Fantasýn-þættina má heyra á tal.is.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Fantasýn Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira