„Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2026 15:18 Sigurður Ingi Jóhannsson segir væntingar innviðaráðherra um innspýtingu í samgöngur að engu orðnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á þingfundi dagsins. Þar gerði hann samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar, sem hann lagði fyrir þingið í gær, að umræðuefni sínu. „Við ræðum þessa dagana samgönguáætlun og hefur ríkisstjórnin og innviðaráðherra, eins og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og meirihlutinn reyndar allur, ekki sparað stóru orðin af sínu alkunna lítillæti. Þess vegna er ágætt að rifja það upp að ráðherrann sagði hér á síðasta ári að auðvitað vildi hann auka fé til samgöngumála enn frekar og það yrði gert þegar það væri búið að ná tökum á verðbólgunni. Það var í fyrra.“ Væntingar orðnar að engu Þess vegna sé það áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina að verðbólga stefni upp fyrir fimm prósent en þar vísar Sigurður Ingi líklega til spár Landsbankans um að verðbólga í janúar muni mælast 5,1 prósent. „Væntingar innviðaráðherra um að geta farið að spýta í í samgöngumálum þegar kæmi fram á seinni hluta þessa kjörtímabils eru þar af leiðandi að engu orðnar, af því að það er ekki að fara að gerast að verðbólgan fari niður. Og af hverju fer hún ekki niður? Jú, það er vegna þess að ríkisstjórnin eyddi um efni fram á síðasta ári, í fjárlögum vegna þess árs, 143 milljarða aukning, 9 prósenta aukning. Ríkisstjórnin sendi röng skilaboð Sigurður Ingi sagði að ríkisstjórnin hefði sent út þau skilaboð þegar kom til krónutöluhækkana í síðustu kjarasamningsviðræðum að laun yrðu eingöngu hækkuð um tæplega fjögur prósent, 3,7 prósent. Hann hefði rætt við bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra um hvort þetta væri ekki röng leið, að auka útgjöld um níu prósent þrátt fyrir það. „Hér væri verið að senda röng skilaboð. Hér væri verið að senda skilaboð til fyrirtækjanna í landinu, til sveitarfélaganna, til Reykjavíkurborgar um að það væri bara allt í lagi að hækka hér allt í botn, Veitur ekki síst, og ganga á undan með því fordæmi að hækka langt, langt umfram þá verðbólgu sem spáð var. Hvað er að koma á daginn á fyrstu vikum þessa árs? Jú, verðbólgan fer hækkandi og fyrirtæki ríkisins ganga á undan með góðu fordæmi og hækka sem og sveitarfélögin, ekki síst þau sveitarfélög sem Samfylkingin stjórnar. Þetta veit ekki á gott, frú forseti.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Flokkur fólksins Samgöngur Samgönguáætlun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á þingfundi dagsins. Þar gerði hann samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar, sem hann lagði fyrir þingið í gær, að umræðuefni sínu. „Við ræðum þessa dagana samgönguáætlun og hefur ríkisstjórnin og innviðaráðherra, eins og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og meirihlutinn reyndar allur, ekki sparað stóru orðin af sínu alkunna lítillæti. Þess vegna er ágætt að rifja það upp að ráðherrann sagði hér á síðasta ári að auðvitað vildi hann auka fé til samgöngumála enn frekar og það yrði gert þegar það væri búið að ná tökum á verðbólgunni. Það var í fyrra.“ Væntingar orðnar að engu Þess vegna sé það áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina að verðbólga stefni upp fyrir fimm prósent en þar vísar Sigurður Ingi líklega til spár Landsbankans um að verðbólga í janúar muni mælast 5,1 prósent. „Væntingar innviðaráðherra um að geta farið að spýta í í samgöngumálum þegar kæmi fram á seinni hluta þessa kjörtímabils eru þar af leiðandi að engu orðnar, af því að það er ekki að fara að gerast að verðbólgan fari niður. Og af hverju fer hún ekki niður? Jú, það er vegna þess að ríkisstjórnin eyddi um efni fram á síðasta ári, í fjárlögum vegna þess árs, 143 milljarða aukning, 9 prósenta aukning. Ríkisstjórnin sendi röng skilaboð Sigurður Ingi sagði að ríkisstjórnin hefði sent út þau skilaboð þegar kom til krónutöluhækkana í síðustu kjarasamningsviðræðum að laun yrðu eingöngu hækkuð um tæplega fjögur prósent, 3,7 prósent. Hann hefði rætt við bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra um hvort þetta væri ekki röng leið, að auka útgjöld um níu prósent þrátt fyrir það. „Hér væri verið að senda röng skilaboð. Hér væri verið að senda skilaboð til fyrirtækjanna í landinu, til sveitarfélaganna, til Reykjavíkurborgar um að það væri bara allt í lagi að hækka hér allt í botn, Veitur ekki síst, og ganga á undan með því fordæmi að hækka langt, langt umfram þá verðbólgu sem spáð var. Hvað er að koma á daginn á fyrstu vikum þessa árs? Jú, verðbólgan fer hækkandi og fyrirtæki ríkisins ganga á undan með góðu fordæmi og hækka sem og sveitarfélögin, ekki síst þau sveitarfélög sem Samfylkingin stjórnar. Þetta veit ekki á gott, frú forseti.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Flokkur fólksins Samgöngur Samgönguáætlun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira