Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2026 15:57 Emmanuel Macron bar sólgleraugu í Davos, vegna meiðsla á auga sem hann hlaut. AP/Markus Schreiber Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varar við því að heimurinn verði löglaus og að lögmál frumskógarins taki við af alþjóðasamþykktum og samvinnu. Sá sterki fái að ráða og sagði hann heimsvaldastefnu vera að stinga upp kollinum á nýjan leik. Þetta er meðal þess sem Macron sagði í ræðu á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Í ræðunni hæddist Macron lítillega að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hefur kallað sjálfan sig „friðarforsetann“. „Þetta er tími friðar, stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ sagði Macron með hæðnitón. Þá sagði hann af alvöru að öllum ætti að vera ljóst að óstöðugleiki væri að aukast, bæði á sviði alþjóðastjórnmála og í efnahagsmálum. Alræði væri að aukast á kostnað lýðræðis og ofbeldi væri einnig að aukast. „Rúmlega sextíu stríð árið 2024. Það er algert met, þó mér skiljist að búið sé að redda nokkrum þeirra,“ sagði Macron. French President Macron jokes:This is a time of peace, stability and predictability.More than 60 wars in 2024, an absolute record, even if I understood a few of them were fixed. pic.twitter.com/hSllUiYaJ2— Clash Report (@clashreport) January 20, 2026 Þar var hann að hæðast að Trump og ítrekuðum yfirlýsingum forsetans um að hann hafi bundið enda á átta stríð, og rúmlega það, á einungis einu ári. Trump hefur kvartað sáran yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir þetta meinta afrek hans. Alla ræðu Macrons má sjá í spilaranum hér að neðan. Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríð milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Hann hefur einnig talað um átta stríð „PLÚS“ en hvaða stríð það á að vera liggur ekki fyrir. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sem Trump segist hafa stöðvað Nýjustu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á, og eru ekki nefnd í greininni hér að ofan, eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Birti skilaboð frá Macron og hótar tollum Frakkland er eitt þeirra ríkja sem Trump ætlar að beita tollum vegna samstöðu þeirra með Grænlendingum og Dönum gegn hótunum Trump-liða sem krefjast þess að eignast Grænland. Trump birti í nótt skilaboð sem Macron hafði sent honum. Í þeim skilaboðum sagði Macron að þeir væru samstíga þegar kæmi að Sýrlandi og gætu gert góða hluti varðandi Íran. Macron sagðist hins vegar ekki skilja hvað Trump væri að gera varðandi Grænland. Sjá einnig: Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Macron lagði til að halda fund G7-ríkjanna í París á fimmtudaginn, eftir ráðstefnuna í Davos, og sagðist geta boðið Úkraínumönnum, Sýrlendingum og Rússum að mæta á hliðarlínuna. Hann stakk svo upp á að þeir borðuðu kvöldverð saman áður en Trump færi aftur til Bandaríkjanna. Fjölmiðar vestanhafs hafa eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að Trump ætli sér ekki að ferðast til Parísar. Trump hefur einnig hótað því að setja tolla á franskt vín. Frakkland Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. 20. janúar 2026 15:00 Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. 20. janúar 2026 14:19 Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. 20. janúar 2026 13:45 Fyrsta árinu af fjórum lokið Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. 20. janúar 2026 10:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Macron sagði í ræðu á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Í ræðunni hæddist Macron lítillega að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hefur kallað sjálfan sig „friðarforsetann“. „Þetta er tími friðar, stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ sagði Macron með hæðnitón. Þá sagði hann af alvöru að öllum ætti að vera ljóst að óstöðugleiki væri að aukast, bæði á sviði alþjóðastjórnmála og í efnahagsmálum. Alræði væri að aukast á kostnað lýðræðis og ofbeldi væri einnig að aukast. „Rúmlega sextíu stríð árið 2024. Það er algert met, þó mér skiljist að búið sé að redda nokkrum þeirra,“ sagði Macron. French President Macron jokes:This is a time of peace, stability and predictability.More than 60 wars in 2024, an absolute record, even if I understood a few of them were fixed. pic.twitter.com/hSllUiYaJ2— Clash Report (@clashreport) January 20, 2026 Þar var hann að hæðast að Trump og ítrekuðum yfirlýsingum forsetans um að hann hafi bundið enda á átta stríð, og rúmlega það, á einungis einu ári. Trump hefur kvartað sáran yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir þetta meinta afrek hans. Alla ræðu Macrons má sjá í spilaranum hér að neðan. Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríð milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Hann hefur einnig talað um átta stríð „PLÚS“ en hvaða stríð það á að vera liggur ekki fyrir. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sem Trump segist hafa stöðvað Nýjustu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á, og eru ekki nefnd í greininni hér að ofan, eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Birti skilaboð frá Macron og hótar tollum Frakkland er eitt þeirra ríkja sem Trump ætlar að beita tollum vegna samstöðu þeirra með Grænlendingum og Dönum gegn hótunum Trump-liða sem krefjast þess að eignast Grænland. Trump birti í nótt skilaboð sem Macron hafði sent honum. Í þeim skilaboðum sagði Macron að þeir væru samstíga þegar kæmi að Sýrlandi og gætu gert góða hluti varðandi Íran. Macron sagðist hins vegar ekki skilja hvað Trump væri að gera varðandi Grænland. Sjá einnig: Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Macron lagði til að halda fund G7-ríkjanna í París á fimmtudaginn, eftir ráðstefnuna í Davos, og sagðist geta boðið Úkraínumönnum, Sýrlendingum og Rússum að mæta á hliðarlínuna. Hann stakk svo upp á að þeir borðuðu kvöldverð saman áður en Trump færi aftur til Bandaríkjanna. Fjölmiðar vestanhafs hafa eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að Trump ætli sér ekki að ferðast til Parísar. Trump hefur einnig hótað því að setja tolla á franskt vín.
Frakkland Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. 20. janúar 2026 15:00 Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. 20. janúar 2026 14:19 Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. 20. janúar 2026 13:45 Fyrsta árinu af fjórum lokið Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. 20. janúar 2026 10:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. 20. janúar 2026 15:00
Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. 20. janúar 2026 14:19
Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. 20. janúar 2026 13:45
Fyrsta árinu af fjórum lokið Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. 20. janúar 2026 10:28