Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2026 07:33 Einar Örn Jónsson gagnrýndi dómara leiksins sem gefa hér Ómari Inga Magnússyni gula spjaldið fyrir kjaftbrúk. Vísir/Vilhelm/EPA/Johan Nilsson Einar Jónsson mætti ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Besta sætið í gær, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, þar sem þeir fóru yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta. Dómgæslan var mikið í sviðsljósinu í þessum leik og íslenska þjóðin var allt annað en sátt með frammistöðu dómaranna frá Norður-Makedóníu. Einar Jónsson gagnrýndi hins vegar nafna sinn fyrir lýsinguna á leiknum. „Tökum aðeins fyrir dómgæsluna. Ég renndi aðeins yfir Twitter rétt fyrir upptöku og handbolti sem íþrótt fer bara á baukinn á Twitter fyrir þessa dómgæslu. Einar, hvað finnst þér um þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Þetta var algjörlega út úr kortinu „Í fyrsta lagi þá er Einar Örn [Jónsson] að lýsa þessum leik. Sorrí, hann er frábær lýsandi, en þetta var algjörlega út úr kortinu,“ sagði Einar sem fannst lýsandinn í íslensku sjónvarpsútsendingunni einbeita sér alltof mikið að því að gagnrýna dómarana. „Þessir dómarar hitta nákvæmlega á alla stóru dómana. Fyrir það fyrsta er þetta slæmt fyrir handboltann að sá sem er að lýsa þessum leik sé tuðandi nánast allan leikinn. Það var alveg sama hvað gerðist,“ sagði Einar. Klárlega skrýtnir dómar inn á milli „Það voru alveg klárlega skrýtnir dómar inn á milli og mér fannst þessir dómarar bara ekki góðir. Það er skrýtin holning yfir þessu öllu líka einhvern veginn. Í byrjun þá stoppar leikurinn út af tímavarðarborðinu þegar Ungverjarnir eru í hröðu upphlaupi. Við getum líka alveg farið yfir það að það séu fullt af atriðum sem Ungverjarnir geta verið ósáttir með,“ sagði Einar. „Svo þegar þeir eru í VAR-mómentunum þá líta þeir út eins og þeir séu að tala við dönsku dómarana sem voru sem sagt varadómarar á þessum leik. Það er svo margt mjög skrýtið sem ég er bara fullkomlega sammála um,“ sagði Einar. Ásgeir Örn Hallgrímsson var á því að þetta hefði verið hræðilega útfærður leikur af dómurunum og dómaraborðinu en Einar fór ekki frá því að Einar Örn hefði einbeitt sér alltof mikið að dómurum leiksins. „Ég held að fólk hefði ekki verið að tala svona mikið um þetta ef Einar, sem var að lýsa leiknum, hefði bara einbeitt sér meira að hvað við vorum að gera vel og spennustiginu og látunum,“ sagði Einar. Fannst Einar ekki vera að lýsa leiknum „Mér fannst bara að mörgu leyti hrikalega gaman að horfa á þennan leik. Það var bara alls konar að gerast þarna og ég er nú duglegur að horfa á enska boltann. Maður horfir á fullt af leikjum í honum þar sem er bara alls konar að gerast og hitt og þetta. Bara ekkert ósvipað og var að gerast hérna í kvöld,“ sagði Einar. „Ég veit ekki af hverju handboltinn ætti að fá á baukinn nema þá bara, því miður, þá fannst mér bara Einar ekki vera að lýsa leiknum. Með fullri virðingu, eins og hann er nú frábær, þá litar þetta svolítið bara alla samfélagsmiðla þar sem að hann litar þessu þessum litum,“ sagði Einar. Það má finna þessa umræðu og allt annað sem þeim fannst um leikinn í Besta sætinu hér fyrir neðan. Umræðan um dómgæsluna hefst eftir um ellefu mínútur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Dómgæslan var mikið í sviðsljósinu í þessum leik og íslenska þjóðin var allt annað en sátt með frammistöðu dómaranna frá Norður-Makedóníu. Einar Jónsson gagnrýndi hins vegar nafna sinn fyrir lýsinguna á leiknum. „Tökum aðeins fyrir dómgæsluna. Ég renndi aðeins yfir Twitter rétt fyrir upptöku og handbolti sem íþrótt fer bara á baukinn á Twitter fyrir þessa dómgæslu. Einar, hvað finnst þér um þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Þetta var algjörlega út úr kortinu „Í fyrsta lagi þá er Einar Örn [Jónsson] að lýsa þessum leik. Sorrí, hann er frábær lýsandi, en þetta var algjörlega út úr kortinu,“ sagði Einar sem fannst lýsandinn í íslensku sjónvarpsútsendingunni einbeita sér alltof mikið að því að gagnrýna dómarana. „Þessir dómarar hitta nákvæmlega á alla stóru dómana. Fyrir það fyrsta er þetta slæmt fyrir handboltann að sá sem er að lýsa þessum leik sé tuðandi nánast allan leikinn. Það var alveg sama hvað gerðist,“ sagði Einar. Klárlega skrýtnir dómar inn á milli „Það voru alveg klárlega skrýtnir dómar inn á milli og mér fannst þessir dómarar bara ekki góðir. Það er skrýtin holning yfir þessu öllu líka einhvern veginn. Í byrjun þá stoppar leikurinn út af tímavarðarborðinu þegar Ungverjarnir eru í hröðu upphlaupi. Við getum líka alveg farið yfir það að það séu fullt af atriðum sem Ungverjarnir geta verið ósáttir með,“ sagði Einar. „Svo þegar þeir eru í VAR-mómentunum þá líta þeir út eins og þeir séu að tala við dönsku dómarana sem voru sem sagt varadómarar á þessum leik. Það er svo margt mjög skrýtið sem ég er bara fullkomlega sammála um,“ sagði Einar. Ásgeir Örn Hallgrímsson var á því að þetta hefði verið hræðilega útfærður leikur af dómurunum og dómaraborðinu en Einar fór ekki frá því að Einar Örn hefði einbeitt sér alltof mikið að dómurum leiksins. „Ég held að fólk hefði ekki verið að tala svona mikið um þetta ef Einar, sem var að lýsa leiknum, hefði bara einbeitt sér meira að hvað við vorum að gera vel og spennustiginu og látunum,“ sagði Einar. Fannst Einar ekki vera að lýsa leiknum „Mér fannst bara að mörgu leyti hrikalega gaman að horfa á þennan leik. Það var bara alls konar að gerast þarna og ég er nú duglegur að horfa á enska boltann. Maður horfir á fullt af leikjum í honum þar sem er bara alls konar að gerast og hitt og þetta. Bara ekkert ósvipað og var að gerast hérna í kvöld,“ sagði Einar. „Ég veit ekki af hverju handboltinn ætti að fá á baukinn nema þá bara, því miður, þá fannst mér bara Einar ekki vera að lýsa leiknum. Með fullri virðingu, eins og hann er nú frábær, þá litar þetta svolítið bara alla samfélagsmiðla þar sem að hann litar þessu þessum litum,“ sagði Einar. Það má finna þessa umræðu og allt annað sem þeim fannst um leikinn í Besta sætinu hér fyrir neðan. Umræðan um dómgæsluna hefst eftir um ellefu mínútur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti