Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar 26. janúar 2026 07:04 Í bandarískum rétti hafa vitni lengi átt rétt á því að neita að svara spurningu ef svarið fæli í sér játningu á refsiverðum verknaði. Vísa vitnin þá til fimmta stjórnarskrárviðaukans og er þetta svo þekkt að menn bera það jafnvel fyrir sig í daglegu tali þegar gantast er með vandræðaleika svars sem liggur í loftinu. „I plead the fifth,“ er þá sagt. Færri vita að sömu reglu er að finna í 118. gr. íslenskra laga um meðferð sakamála, þótt hér gangi rétturinn lengra og svar sem fæli í sér siðferðislegan hnekki nægir til að neita að svara spurningu: „Vitni er rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni.“ Í máli sem flutt var nýlega fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, en hafði af ríkum ástæðum verið fært í hendur dómara við héraðsdóm Reykjaness, kom þetta ákvæði við sögu þegar tveir dómarar báru vitni í þinghaldi sem fékkst opnað almenningi að kröfu ákærðu. Annar dómaranna tveggja hafði kært konu fyrir meiðyrði og fengið því framgengt að lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru og krafðist fangelsisrefsingar fyrir orð sem fjölluðu meðal annars um meint lauslæti dómarans og framhjáhald. Í kærunni voru öll ummæli konunnar sögð „ósönn, óviðurkvæmileg og tilhæfulaus“. Framburður dómaranna Fyrir dómi neitaði dómarinn ekki aðeins að hún hefði staðið í framhjáhaldi, heldur alfarið að hún hefði átt í ástarsambandi við hinn dómarann og kom fram hneykslun hennar á spurningum þar að lútandi. Kenndi hún einelti þriðja dómarans um ritun kvörtunarbréfs til dómstólasýslunnar sem lagt hafði verið fram í málinu. Þar kom meðal annars fram að komið hefði verið að dómurunum á skrifstofu dómstjóra í athöfnum sem gáfu til kynna samband af nánasta tagi. Hinn dómarinn, meintur ástmaður, mætti einnig fyrir dóminn sem vitni og neitaði að svara því hvort ástarsambandið hefði átt sér stað. Bar hann fyrir sig áðurnefnda lagagrein sem venjulega er notuð af vitnum sem ekki vilja fella á sig sök eftir refsiverða háttsemi, en í þessu tilviki snerist málið um siðferðislegan hnekki. Samkvæmt 118. gr. sakamálalaga varð vitnið ekki þvingað til svara. Dómur er enn ófallinn um ummæli konunnar en erfitt er að sjá að hún muni hljóta refsingu fyrir ummæli sín um lauslæti dómarans sem kærði. Eftir stendur að dómarar brýna alltaf fyrir vitnum að segja satt og rétt frá að viðlagðri refsiábyrgð, og bæta því jafnframt við að siðferðislega ámælisvert sé að segja ósatt fyrir dómi. Höfundur er verjandi konunnar sem sætir ákæru fyrir meiðyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í bandarískum rétti hafa vitni lengi átt rétt á því að neita að svara spurningu ef svarið fæli í sér játningu á refsiverðum verknaði. Vísa vitnin þá til fimmta stjórnarskrárviðaukans og er þetta svo þekkt að menn bera það jafnvel fyrir sig í daglegu tali þegar gantast er með vandræðaleika svars sem liggur í loftinu. „I plead the fifth,“ er þá sagt. Færri vita að sömu reglu er að finna í 118. gr. íslenskra laga um meðferð sakamála, þótt hér gangi rétturinn lengra og svar sem fæli í sér siðferðislegan hnekki nægir til að neita að svara spurningu: „Vitni er rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni.“ Í máli sem flutt var nýlega fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, en hafði af ríkum ástæðum verið fært í hendur dómara við héraðsdóm Reykjaness, kom þetta ákvæði við sögu þegar tveir dómarar báru vitni í þinghaldi sem fékkst opnað almenningi að kröfu ákærðu. Annar dómaranna tveggja hafði kært konu fyrir meiðyrði og fengið því framgengt að lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru og krafðist fangelsisrefsingar fyrir orð sem fjölluðu meðal annars um meint lauslæti dómarans og framhjáhald. Í kærunni voru öll ummæli konunnar sögð „ósönn, óviðurkvæmileg og tilhæfulaus“. Framburður dómaranna Fyrir dómi neitaði dómarinn ekki aðeins að hún hefði staðið í framhjáhaldi, heldur alfarið að hún hefði átt í ástarsambandi við hinn dómarann og kom fram hneykslun hennar á spurningum þar að lútandi. Kenndi hún einelti þriðja dómarans um ritun kvörtunarbréfs til dómstólasýslunnar sem lagt hafði verið fram í málinu. Þar kom meðal annars fram að komið hefði verið að dómurunum á skrifstofu dómstjóra í athöfnum sem gáfu til kynna samband af nánasta tagi. Hinn dómarinn, meintur ástmaður, mætti einnig fyrir dóminn sem vitni og neitaði að svara því hvort ástarsambandið hefði átt sér stað. Bar hann fyrir sig áðurnefnda lagagrein sem venjulega er notuð af vitnum sem ekki vilja fella á sig sök eftir refsiverða háttsemi, en í þessu tilviki snerist málið um siðferðislegan hnekki. Samkvæmt 118. gr. sakamálalaga varð vitnið ekki þvingað til svara. Dómur er enn ófallinn um ummæli konunnar en erfitt er að sjá að hún muni hljóta refsingu fyrir ummæli sín um lauslæti dómarans sem kærði. Eftir stendur að dómarar brýna alltaf fyrir vitnum að segja satt og rétt frá að viðlagðri refsiábyrgð, og bæta því jafnframt við að siðferðislega ámælisvert sé að segja ósatt fyrir dómi. Höfundur er verjandi konunnar sem sætir ákæru fyrir meiðyrði.
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar