Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar 26. janúar 2026 14:00 Félagsmiðstöðvar hafa verið í meira en hálfa öld hluti af hjarta forvarna- og æskulýðsstarfs á Íslandi. Þetta er vettvangur þar sem unglingar fá að taka þátt í opnu starfi út frá eigin forsendum, fá tækifæri til að efla sjálfstæði, móta eigið sjálf, mynda tengsl og efla félagsfærni. Í félagsmiðstöðvum fer fram óformleg menntun þar sem unglingar fá að þroskast fjarri hefðbundnum skólastofum eða íþróttum og í smá fjarlægð frá fullorðna heiminum. Í kjarna félagsmiðstöðvastarfsins býr hugmyndin um frítímann sem uppeldislegt afl þar sem unglingar læra í gegn um leik, samskipti og reynslu út frá þátttöku. Starfið byggir á forvörnum, lýðræði og jafningjasamskiptum þar sem unglingarnir sjálfir eru virkir þátttakendur í starfinu. Þarna skapast rými fyrir unglingana til að hafa áhrif á dagskrá, viðburði og menninguna í kring um sig. Félagsmiðstöðvar er ekki einungis staður til afþreyingar eins og að spila borðtennis og tölvuleiki heldur mótast þarna þeirra eigið samfélag þar sem þau þjálfast í samskiptum, læra að virða mörk og byggja upp traust í öruggu umhverfi þar sem þau fá að vera þau sjálf. Þrátt fyrir að félagsmiðstöðvastarf sé opið starf og hverjum unglingi heimilt að koma og fara eftir þeirra hentugleika þá getur starfið virst nokkuð ósýnilegt utan frá. Félagsmiðstöðin er ákveðin griðastaður fyrir börn og unglinga. Til þess að gefa fullorðna fólkinu örlitla innsýn inn í starf félagsmiðstöðva var eitt sinn stofnaður nýr viðburður sem hefur fest sig í sess um allt land. Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn á haustönn 2005 og er enn þann dag í dag oftast haldinn í kring um afmælisdag fyrstu félagsmiðstöðvarinnar sem opnaði á Íslandi, Fellahellir, sem opnaði þann 17. nóvember 1974. Þessi viðburður var stofnaður til þess að auka tengsl félagsmiðstöðva og fjölskyldna þeirra barna og unglinga sem sækja starfið. Á þessum viðburði er starf félagsmiðstöðva loksins opnað um stund fyrir foreldrum, forráðamönnum, ömmum og öfum, frænkum og frændum, sem fá einu sinni á ári að fá frábæra innsýn inn í starfið, kynnast starfsfólkinu og sjá frá eigin sjónarhorni það faglega starf sem unnið er innan veggja félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar hafa um áraraðir staðið fyrir mjög mikilvægu og aðeins óhefðbundnari foreldrasamstarfi en gengur og gerist. Þar á meðal er foreldraröltið. Það var árið 1993 sem Árni Guðmundsson lýsti uppsprettu foreldrarölts eftir að foreldrafélög, Æskulýðsráð og lögregluyfirvöld í Hafnarfirði ræddu saman hvernig ætti að halda áfram að sporna við slæmri þróun í áhættuhegðun unglinga. Félagsmiðstöðin Vitinn í Hafnarfirði tók þar boltann ásamt foreldrafélögum og hefur sú hefð myndast í flestum félagsmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins að halda því fyrirkomulagi. Í dag sjá flestar félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu utan um foreldrarölt hvers hverfis fyrir sig. Foreldraröltið, ein birtingarmynd foreldrasamstarfs, hefur margþætt verndandi áhrif og er mikilvægur liður í forvarnarstarfi samfélagsins. Sýnileiki foreldra innan hverfis sendir skýr skilaboð um að nærsamfélagið fylgist með og lætur sig velferð ungmenna varða. Nærvera fullorðinna hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif á unglinga og hópamyndanir. Að auki myndast í foreldrarölti aðstæður til tengslamyndanna milli foreldra sem styrkir samstöðu og uppeldishlutverk þeirra með því að læra hvert af öðru og ræða saman. Foreldrasamstarf er í grunninn þetta helst. Að mynda tengsl sín á milli sem foreldrar, þekkja vini barna sinna og þeirra foreldra, taka þátt í að gera umhverfi barna sinna og þeirra vina öruggt og sjá til þess að öll þau börn og ungmenni sem að koma lífi okkar barna fái tækifæri á að vaxa og dafna í öruggu umhverfi. Í gegn um sterk tengsl foreldra myndast meiri samheldni í uppeldi barnanna og verður til ákveðin óformlegur þrýstingur foreldra á milli að standa sig vel, leggja línur og halda hvor öðrum á tánum. Oftar en ekki gerist það sjálfkrafa að foreldrar kynnast öðrum foreldrum í gegn um börnin sín, mynda einhver tengsl sín á milli, skiptast á símanúmerum, finna hvort annað á samfélagsmiðlum og sum jafnvel mynda vinatengsl sem endast um ókomna tíð. Foreldrafundir og skemmtileg bekkjarkvöld, eins og ég man eftir þeim sem barn, mynda góðar aðstæður fyrir foreldra að kynnast hvor öðru. En oftar en ekki er meirihluti þeirra sem mæta, nú þegar virkustu foreldrarnir í öllu foreldrasamstarfi og getur myndast einsleitur hópur af sama fólkinu sem mætir á allt ár eftir ár. Það er gott og blessað, en mestu og jákvæðustu áhrif foreldrasamstarf koma fram þegar ALLIR taka þátt. Fyrir mörgum virðist þetta markmið vera óklífanlegt fjall. Ég hef upplifað það sjálfur í starfi mínu í félagsmiðstöð. Frá því ég byrjaði að vinna í félagsmiðstöð fyrir rúmum 10 árum síðan hefur það verið mér ljóst að samstarf foreldra og félagsmiðstöðva fellur mjög aftarlega í forgangsröðuninni. Sjaldgæft er að fleiri en 20 foreldrar af rúmlega 2000 mæti á foreldrafund sem félagsmiðstöð hverfisins boðar sem dæmi. Ég hef samt ákveðinn skilning fyrir þessari birtingarmynd. Þegar það eru mikilvæg foreldrasamstörf á öðrum stöðum líkt og í skólanum og íþróttum þá er ég ekki hissa þegar mætingin byrjar að dvína á þriðja eða fjórða foreldrafundinum sem boðaður er til. Flestir eru þeir svo með sama hætti framkvæmdir. Þú mætir í sal þar sem þú situr og hlustar, einhverjir spyrja spurninga og svo ferðu út aðeins upplýstari en þú varst fyrir. Það sem fylgir einnig þessum foreldrafundum er ákveðinn tilgangur eða hagsmunamál, mjög sjaldan er myndaður vettvangur fyrir foreldra einungis til þess að kynnast sín á milli og mynda tengsl. Að mínu mati þarf einhverja nýja nálgun að þessu fyrirbæri, foreldrasamstarfi. Þegar farið var í heljarinnar samfélagsátak upp úr 1990 til að sporna við áhættuhegðun unglinga, sem skilaði gríðarlegum árangri á rúmum 20 árum, þá var samfélagið annað. Ég ætla ekki að brjóta það til mergjar hvað hefur breyst í samfélaginu á síðustu 35-40 árum, en ég er sannfærður um það að til að ná aftur góðri samheldni í foreldrasamfélögum dugar ekki til að spóla í sama farinu. Við í félagsmiðstöðinni Hólmaseli tókum upp á þeirri nýjung í okkar starfi í byrjun síðasta árs að halda mánaðarlegar félagsmiðstöðva opnanir einungis fyrir foreldra og forsjáraðila. “Félagsmiðstöðvarhermir foreldranna” köllum við þá opnun. Á þeim opnunum gefst foreldrum og forsjáraðilum barnanna tækifæri á að kynnast starfsemi okkar og starfsfólkinu af fyrstu hendi, nákvæmlega eins og börnin þeirra upplifa félagsmiðstöðina. Við gerum okkar besta í að taka á móti fullorðna fólkinu þetta kvöld líkt og við tökum á móti unglingunum á hefðbundinni kvöld opnun. Þessi tilraun okkar til nýrrar nálgunar á samstarfi við foreldra og forsjáraðila okkar þjónustuþegna hefur svo sannarlega slegið í gegn. Á hverri einustu opnun sjáum við ný andlit, við höfum náð að kynnast foreldrunum betur, við sjáum foreldra kynnast sín á milli, tengsl okkar við foreldrafélög hverfisins hafa stóraukist og hefur hópur fastagesta myndast sem bíða í eftirvæntingu eftir næstu opnun og neita að fara. Þessi tilraun hefur heppnast það vel að strax erum við farin að sjá fleiri félagsmiðstöðvar leika þetta eftir og hef ég fulla trúa á því að þetta sé skilvirk nálgun á foreldrasamstarf sem er komin til að vera. Í gegn um þetta ferli hef ég lært ýmislegt eins og að fá að spegla félagsmiðstöðvarstarfið í dag við upplifun og reynslu foreldranna á félagsmiðstöðvum á þeirra unglingsárum, þar er einstaklega skemmtilegt að sjá foreldrana gera sér grein fyrir faglegri þróun starfsins síðastliðin 20-30 árin. En eitt af því sem mér finnst standa upp úr er hve nauðsynlegur vettvangur þetta getur verið fyrir foreldrana sjálfa. Þetta nýtist ekki einungis sem samstarf félagsmiðstöðvarinnar með foreldrunum, heldur er þetta fyrst og fremst rými og vettvangur fyrir fullorðna fólkið að hittast, spjalla og kynnast sín á milli. Eins og við höfum verið að selja þeim þessa hugmynd okkar: “Hvernig væri nú að snúa við blaðinu um stund, kúpla sig út úr amstri dagsins og mæta í ekta Hólmasels chill á meðan unglingurinn er heima og tekur til eftir kvöldmatinn?” Þetta þarf ekki að vera flóknara en að hittast bara og chilla. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Hólmaseli og formaður Samfés. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvar hafa verið í meira en hálfa öld hluti af hjarta forvarna- og æskulýðsstarfs á Íslandi. Þetta er vettvangur þar sem unglingar fá að taka þátt í opnu starfi út frá eigin forsendum, fá tækifæri til að efla sjálfstæði, móta eigið sjálf, mynda tengsl og efla félagsfærni. Í félagsmiðstöðvum fer fram óformleg menntun þar sem unglingar fá að þroskast fjarri hefðbundnum skólastofum eða íþróttum og í smá fjarlægð frá fullorðna heiminum. Í kjarna félagsmiðstöðvastarfsins býr hugmyndin um frítímann sem uppeldislegt afl þar sem unglingar læra í gegn um leik, samskipti og reynslu út frá þátttöku. Starfið byggir á forvörnum, lýðræði og jafningjasamskiptum þar sem unglingarnir sjálfir eru virkir þátttakendur í starfinu. Þarna skapast rými fyrir unglingana til að hafa áhrif á dagskrá, viðburði og menninguna í kring um sig. Félagsmiðstöðvar er ekki einungis staður til afþreyingar eins og að spila borðtennis og tölvuleiki heldur mótast þarna þeirra eigið samfélag þar sem þau þjálfast í samskiptum, læra að virða mörk og byggja upp traust í öruggu umhverfi þar sem þau fá að vera þau sjálf. Þrátt fyrir að félagsmiðstöðvastarf sé opið starf og hverjum unglingi heimilt að koma og fara eftir þeirra hentugleika þá getur starfið virst nokkuð ósýnilegt utan frá. Félagsmiðstöðin er ákveðin griðastaður fyrir börn og unglinga. Til þess að gefa fullorðna fólkinu örlitla innsýn inn í starf félagsmiðstöðva var eitt sinn stofnaður nýr viðburður sem hefur fest sig í sess um allt land. Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn á haustönn 2005 og er enn þann dag í dag oftast haldinn í kring um afmælisdag fyrstu félagsmiðstöðvarinnar sem opnaði á Íslandi, Fellahellir, sem opnaði þann 17. nóvember 1974. Þessi viðburður var stofnaður til þess að auka tengsl félagsmiðstöðva og fjölskyldna þeirra barna og unglinga sem sækja starfið. Á þessum viðburði er starf félagsmiðstöðva loksins opnað um stund fyrir foreldrum, forráðamönnum, ömmum og öfum, frænkum og frændum, sem fá einu sinni á ári að fá frábæra innsýn inn í starfið, kynnast starfsfólkinu og sjá frá eigin sjónarhorni það faglega starf sem unnið er innan veggja félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar hafa um áraraðir staðið fyrir mjög mikilvægu og aðeins óhefðbundnari foreldrasamstarfi en gengur og gerist. Þar á meðal er foreldraröltið. Það var árið 1993 sem Árni Guðmundsson lýsti uppsprettu foreldrarölts eftir að foreldrafélög, Æskulýðsráð og lögregluyfirvöld í Hafnarfirði ræddu saman hvernig ætti að halda áfram að sporna við slæmri þróun í áhættuhegðun unglinga. Félagsmiðstöðin Vitinn í Hafnarfirði tók þar boltann ásamt foreldrafélögum og hefur sú hefð myndast í flestum félagsmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins að halda því fyrirkomulagi. Í dag sjá flestar félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu utan um foreldrarölt hvers hverfis fyrir sig. Foreldraröltið, ein birtingarmynd foreldrasamstarfs, hefur margþætt verndandi áhrif og er mikilvægur liður í forvarnarstarfi samfélagsins. Sýnileiki foreldra innan hverfis sendir skýr skilaboð um að nærsamfélagið fylgist með og lætur sig velferð ungmenna varða. Nærvera fullorðinna hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif á unglinga og hópamyndanir. Að auki myndast í foreldrarölti aðstæður til tengslamyndanna milli foreldra sem styrkir samstöðu og uppeldishlutverk þeirra með því að læra hvert af öðru og ræða saman. Foreldrasamstarf er í grunninn þetta helst. Að mynda tengsl sín á milli sem foreldrar, þekkja vini barna sinna og þeirra foreldra, taka þátt í að gera umhverfi barna sinna og þeirra vina öruggt og sjá til þess að öll þau börn og ungmenni sem að koma lífi okkar barna fái tækifæri á að vaxa og dafna í öruggu umhverfi. Í gegn um sterk tengsl foreldra myndast meiri samheldni í uppeldi barnanna og verður til ákveðin óformlegur þrýstingur foreldra á milli að standa sig vel, leggja línur og halda hvor öðrum á tánum. Oftar en ekki gerist það sjálfkrafa að foreldrar kynnast öðrum foreldrum í gegn um börnin sín, mynda einhver tengsl sín á milli, skiptast á símanúmerum, finna hvort annað á samfélagsmiðlum og sum jafnvel mynda vinatengsl sem endast um ókomna tíð. Foreldrafundir og skemmtileg bekkjarkvöld, eins og ég man eftir þeim sem barn, mynda góðar aðstæður fyrir foreldra að kynnast hvor öðru. En oftar en ekki er meirihluti þeirra sem mæta, nú þegar virkustu foreldrarnir í öllu foreldrasamstarfi og getur myndast einsleitur hópur af sama fólkinu sem mætir á allt ár eftir ár. Það er gott og blessað, en mestu og jákvæðustu áhrif foreldrasamstarf koma fram þegar ALLIR taka þátt. Fyrir mörgum virðist þetta markmið vera óklífanlegt fjall. Ég hef upplifað það sjálfur í starfi mínu í félagsmiðstöð. Frá því ég byrjaði að vinna í félagsmiðstöð fyrir rúmum 10 árum síðan hefur það verið mér ljóst að samstarf foreldra og félagsmiðstöðva fellur mjög aftarlega í forgangsröðuninni. Sjaldgæft er að fleiri en 20 foreldrar af rúmlega 2000 mæti á foreldrafund sem félagsmiðstöð hverfisins boðar sem dæmi. Ég hef samt ákveðinn skilning fyrir þessari birtingarmynd. Þegar það eru mikilvæg foreldrasamstörf á öðrum stöðum líkt og í skólanum og íþróttum þá er ég ekki hissa þegar mætingin byrjar að dvína á þriðja eða fjórða foreldrafundinum sem boðaður er til. Flestir eru þeir svo með sama hætti framkvæmdir. Þú mætir í sal þar sem þú situr og hlustar, einhverjir spyrja spurninga og svo ferðu út aðeins upplýstari en þú varst fyrir. Það sem fylgir einnig þessum foreldrafundum er ákveðinn tilgangur eða hagsmunamál, mjög sjaldan er myndaður vettvangur fyrir foreldra einungis til þess að kynnast sín á milli og mynda tengsl. Að mínu mati þarf einhverja nýja nálgun að þessu fyrirbæri, foreldrasamstarfi. Þegar farið var í heljarinnar samfélagsátak upp úr 1990 til að sporna við áhættuhegðun unglinga, sem skilaði gríðarlegum árangri á rúmum 20 árum, þá var samfélagið annað. Ég ætla ekki að brjóta það til mergjar hvað hefur breyst í samfélaginu á síðustu 35-40 árum, en ég er sannfærður um það að til að ná aftur góðri samheldni í foreldrasamfélögum dugar ekki til að spóla í sama farinu. Við í félagsmiðstöðinni Hólmaseli tókum upp á þeirri nýjung í okkar starfi í byrjun síðasta árs að halda mánaðarlegar félagsmiðstöðva opnanir einungis fyrir foreldra og forsjáraðila. “Félagsmiðstöðvarhermir foreldranna” köllum við þá opnun. Á þeim opnunum gefst foreldrum og forsjáraðilum barnanna tækifæri á að kynnast starfsemi okkar og starfsfólkinu af fyrstu hendi, nákvæmlega eins og börnin þeirra upplifa félagsmiðstöðina. Við gerum okkar besta í að taka á móti fullorðna fólkinu þetta kvöld líkt og við tökum á móti unglingunum á hefðbundinni kvöld opnun. Þessi tilraun okkar til nýrrar nálgunar á samstarfi við foreldra og forsjáraðila okkar þjónustuþegna hefur svo sannarlega slegið í gegn. Á hverri einustu opnun sjáum við ný andlit, við höfum náð að kynnast foreldrunum betur, við sjáum foreldra kynnast sín á milli, tengsl okkar við foreldrafélög hverfisins hafa stóraukist og hefur hópur fastagesta myndast sem bíða í eftirvæntingu eftir næstu opnun og neita að fara. Þessi tilraun hefur heppnast það vel að strax erum við farin að sjá fleiri félagsmiðstöðvar leika þetta eftir og hef ég fulla trúa á því að þetta sé skilvirk nálgun á foreldrasamstarf sem er komin til að vera. Í gegn um þetta ferli hef ég lært ýmislegt eins og að fá að spegla félagsmiðstöðvarstarfið í dag við upplifun og reynslu foreldranna á félagsmiðstöðvum á þeirra unglingsárum, þar er einstaklega skemmtilegt að sjá foreldrana gera sér grein fyrir faglegri þróun starfsins síðastliðin 20-30 árin. En eitt af því sem mér finnst standa upp úr er hve nauðsynlegur vettvangur þetta getur verið fyrir foreldrana sjálfa. Þetta nýtist ekki einungis sem samstarf félagsmiðstöðvarinnar með foreldrunum, heldur er þetta fyrst og fremst rými og vettvangur fyrir fullorðna fólkið að hittast, spjalla og kynnast sín á milli. Eins og við höfum verið að selja þeim þessa hugmynd okkar: “Hvernig væri nú að snúa við blaðinu um stund, kúpla sig út úr amstri dagsins og mæta í ekta Hólmasels chill á meðan unglingurinn er heima og tekur til eftir kvöldmatinn?” Þetta þarf ekki að vera flóknara en að hittast bara og chilla. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Hólmaseli og formaður Samfés.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar