Innlent

Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tveir voru handteknir í Þorlákshöfn.
Tveir voru handteknir í Þorlákshöfn. Vísir

Tveir voru handteknir af lögreglu í Þorlákshöfn í gær grunaðir um kannabisræktun.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að lögreglumenn komust á snoðir um kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn. 

„Við nánari athugun kom í ljós að í húsnæðinu voru tæplega 300 kannabisplöntur. Tveir aðilar voru handteknar á vettvangi og eru þeir grunaðir um ræktunina,“ segir í tilkynningunni.

Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×