Innlent

Pall­borðið: Að­stoðar­menn, bæjar­stjóri og við­skipta­fræðingur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Signý Sigurðardóttir og Róbert Ragnarsson mætast í Pallborðinu í dag.
Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Signý Sigurðardóttir og Róbert Ragnarsson mætast í Pallborðinu í dag. Vísir

Fjögur sækjast eftir oddvitasætinu hjá Viðreisn í borgarstjórnarkosningum í vor. Þau mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. 

Frambjóðendurnir fjórir eru Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, og Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur.  

Prófkjörið fer fram á laugardag og verður nýr oddviti kynntur það kvöld. Stillt verður upp í önnur sæti listans. 

Áhorfendur hvattir til að senda inn spurningar til frambjóðenda á netfangið bjarkisig@syn.is í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×