Innlent

Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálf­stæðis­flokks í Reykja­vík

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hildur er ánægð með áhuga fólks.
Hildur er ánægð með áhuga fólks. Vísir/Anton Brink

Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista.

„Það er frábært að sjá þennan mikla áhuga á þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Við erum í dauðafæri, skynjum mikinn meðbyr og erum auðvitað hið augljósa breytingaafl sem borgarbúar kalla eftir,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í tilkynningunni.

Fram hefur komið að nær allir sitjandi borgarfulltrúar flokksins hafa áhuga á að fara aftur fram. 

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að áhugi á þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi verið mikill að undanförnu. Framboðin komi úr ólíkum áttum samfélagsins og fólkið sé með fjölbreytta reynslu og þekkingu.

Hildur segir að nú taki við mikilvægt verkefni. 

„Þessi mikli áhugi er mikill styrkur. Hann skapar sterkan grunn að breytingum og gefur kjörnefndinni tækifæri til að stilla upp samstilltum og sigurstranglegum lista sem sameinast um skýra sýn, ábyrgð og raunhæfar lausnir fyrir íbúa Reykjavíkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×