Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar 30. janúar 2026 09:02 Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta veitir okkur Íslendingum ómælda gleði. Þjóðarstolt, samhug og spennu. Árangur í íþróttum hjá þjóðum er sameiningarafl. Síðan eigum við þrjá þjálfara í undanúrslitum á þessu móti, sem er heimsmet, en ef mér skjátlast ekki þá hefur það ekki gerst áður að þrír þjálfarar frá sama landinu berjist um stóran titil landsliðs í handbolta karla. Á meðan við Íslendingar hvetjum okkar menn áfram þá má ekki gleyma því hver rótin er að þessum árangri. Það eru íþróttafélögin á Íslandi sem eru lykillinn. Hjá þeim er unnið gríðarlega öflugt starf, það öflugt að eftir því er tekið um allan heim. Íþróttafélögin á Íslandi eru stofnuð og að miklu leiti rekin af sjálfboðaliðum. Það er þar sem afreksfólkið okkar verður til. Allir þeir sem koma að því starfi eiga hrós skilið, hvort sem um er að ræða iðkendur, foreldra, þjálfara, liðstjóra, dómara, stjórnarmenn, starfsmenn, sjálfboðaliða á leikjum og mótum eða hvaða starfi sem fólk gegnir. Án þeirra væru strákarnir okkar ekki komnir í undanúrslit. Og það á við um fleiri íþróttagreinar, bæði karla og kvenna á undanförnum árum. Og þegar við höfum fyrirmyndir sem ná árangri, þá eykst áhuginn á íþróttum. Og um mikilvægi íþrótta þarf ekki að fjölyrða. Það er því dapurlegt að vita það að fjárhagstaða margra íþróttafélaga og sérsambanda, þar á meðal HSÍ, stendur á brauðfótum. Við þurfum að tryggja það að forgangsraða fjármunum og athygli til íþrótta og æskulýðsmála. Það er hægt að spara annarstaðar og af nægu er að taka þar. Stöndum með strákum og stelpum framtíðarinnar. Áfram íþróttir, áfram Ísland. Höfundur gefur kost á sér á lista Miðflokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta veitir okkur Íslendingum ómælda gleði. Þjóðarstolt, samhug og spennu. Árangur í íþróttum hjá þjóðum er sameiningarafl. Síðan eigum við þrjá þjálfara í undanúrslitum á þessu móti, sem er heimsmet, en ef mér skjátlast ekki þá hefur það ekki gerst áður að þrír þjálfarar frá sama landinu berjist um stóran titil landsliðs í handbolta karla. Á meðan við Íslendingar hvetjum okkar menn áfram þá má ekki gleyma því hver rótin er að þessum árangri. Það eru íþróttafélögin á Íslandi sem eru lykillinn. Hjá þeim er unnið gríðarlega öflugt starf, það öflugt að eftir því er tekið um allan heim. Íþróttafélögin á Íslandi eru stofnuð og að miklu leiti rekin af sjálfboðaliðum. Það er þar sem afreksfólkið okkar verður til. Allir þeir sem koma að því starfi eiga hrós skilið, hvort sem um er að ræða iðkendur, foreldra, þjálfara, liðstjóra, dómara, stjórnarmenn, starfsmenn, sjálfboðaliða á leikjum og mótum eða hvaða starfi sem fólk gegnir. Án þeirra væru strákarnir okkar ekki komnir í undanúrslit. Og það á við um fleiri íþróttagreinar, bæði karla og kvenna á undanförnum árum. Og þegar við höfum fyrirmyndir sem ná árangri, þá eykst áhuginn á íþróttum. Og um mikilvægi íþrótta þarf ekki að fjölyrða. Það er því dapurlegt að vita það að fjárhagstaða margra íþróttafélaga og sérsambanda, þar á meðal HSÍ, stendur á brauðfótum. Við þurfum að tryggja það að forgangsraða fjármunum og athygli til íþrótta og æskulýðsmála. Það er hægt að spara annarstaðar og af nægu er að taka þar. Stöndum með strákum og stelpum framtíðarinnar. Áfram íþróttir, áfram Ísland. Höfundur gefur kost á sér á lista Miðflokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun