Ferðamaður í órétti ók í veg fyrir bíl
Betur fór en á horfðist fyrir helgi þegar ferðamaður í órétti ók í veg fyrir bíl á leið um Þrengslaveg. Móðir með níu mánaða dóttur sína var í bílnum en tókst á síðustu stundu að víkja sér fimlega frá bíl ferðamannsins, sem virti ekki stöðvunarskyldu, líkt og myndband úr myndavél bílsins sýnir.