Hækkanir á húsnæðismarkaði meðal ástæðna
Hækkanir á húsnæðismarkaði og launaskrið eru helstu ástæður þess að verðbólga mælist of mikil og því ekki hægt að lækka stýrivexti, að sögn Seðlabankastjóra. Samtök iðnaðarins telja ákvörðunina hafa neikvæð áhrif á atvinnulíf. Nú þurfi stjórnvöld að liðka fyrir á húsnæðismarkaði.