Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 12:00
Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 11:33
„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Bjarki Gunnlaugsson vildi ljúka fótboltaferli sínum, ferli sem honum þótti sjálfum ekkert sérstakur, með sem allra bestum hætti og lagði allt í sölurnar fyrir sumarið 2012. Um þetta ræddi hann í þáttaröðinni A&B sem fjallar um Skagatvíburana Arnar og Bjarka. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 09:02
Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Valur og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 4. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld á meðan að Fram vann 3-0 gegn Aftureldingu. ÍBV hélt áfram að koma á óvart með 3-2 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 07:56
„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 22:29
Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 22:14
„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:36
Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:15
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:10
Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 19:40
Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 08:00
Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Fótbolti 28. apríl 2025 07:00
„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 21:30
Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 18:31
„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 16:30
Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Breiðablik vann 0-1 sigur á Vestra á Kerecisvellinum í hörkuleik í Bestu deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og var það ekki fyrr en seint í leiknum sem að Breiðablik skildi sig frá Vestra. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 15:57
Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum KA vann dramatískan 3-2 sigur er liðið tók á móti FH í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 15:30
Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. Fótbolti 27. apríl 2025 12:47
Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH FH-ingar eru að fá góðan liðstyrk eftir mjög dapra byrjun á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Úlfur Ágúst Björnsson er kominn heim og hélt upp á það með framlengja samning sinn við Hafnarfjarðarliðið. Íslenski boltinn 26. apríl 2025 12:08
Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið þurfi annan markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson bað um að fara frá félaginu eftir að vera ekki í byrjunarliðinu gegn ÍBV. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 19:32
Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 10:25
Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Ríkharð Óskar Guðnason var umsjónarmaður Stúkunnar í gær þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 09:01
Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 07:30
„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:36
Ósáttur Ólafur á förum Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:22
Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:03
Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Afturelding vann óvæntan sigur á Víkingum, 1-0, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 21:15
Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 16:29
Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:17
Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki geta leikið með KR gegn Breiðabliki í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir verða erlendis í landsliðsverkefni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:00