Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna

    „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

    „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

    Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“

    Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“

    „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guð­mundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur

    Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

    Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“

    Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Slags­málin send til aga­nefndar

    Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Draumurinn um efri hlutann úti

    Framarar og KA-menn þurfa að sætta sig við að keppa í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þetta sumarið. Það var ljóst eftir töp liðanna tveggja í gærkvöld.

    Íslenski boltinn