Heimir hættur hjá Val Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valsmönnum nú rétt í þessu. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 11:17
Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 10:02
Sigurður Hrannar aftur heim á Skagann Skagamenn hafa sótt heimamann til liðs við sig úr Gróttu. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Breiðablik 2-3 | Blikar tryggðu enn einn sigurinn á síðustu stundu Breiðablik vann frækinn sigur í Keflavík í kvöld í Bestu deildinni. Eftir að hafa lent undir í leiknum þá skoraði Höskuldur Gunnlaugsson sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 22:04
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Stjarnan 0-3| Ólafur Karl skoraði úr hjólhestaspyrnu í sannfærandi sigri Stjarnan komst aftur á sigurbraut eftir sannfærandi sigur á Skagamönnum. Annað mark Stjörnunnar gerir tilkall sem mark ársins þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr hjólhestaspyrnu. Ísak Andri Sigurgeirsson bætti við þriðja marki Stjörnunnar í síðari hálfleik og þar við sat. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 21:55
„Það er ekki hægt að vinna leiki með svona lélegum varnarleik“ ÍA steinlá fyrir Stjörnunni. Gestirnir frá Garðabæ unnu 0-3 sigur og var Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, afar ósáttur með varnarleik Skagamanna. Sport 17. júlí 2022 21:43
Heimir: Vorum sjálfum okkur verstir Valur beið lægri hlut fyrir botnliði ÍBV í Bestu deildinni í fótbolta þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 20:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 19:30
„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“ „Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. Fótbolti 17. júlí 2022 18:37
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R.-KA 0-5 | Þægilegt hjá KA í Breiðholti KA unnu Leikni 0-5 á Domusnovavellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 18:33
Umfjöllun: FH 0-3 Víkingur | Sjöundi leikur FH í röð án sigurs FH vann síðast leik fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. maí gegn ÍBV. FH beið ósigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 13. umferð Bestu-deild karla í kvöld, 0-3. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 16. júlí 2022 21:52
ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. Sport 16. júlí 2022 16:30
Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Sport 16. júlí 2022 12:00
Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Fótbolti 14. júlí 2022 20:04
„Þetta er alveg galið“ Sparkspekingarnir í Stúkunni ræddu mikilvægu málin í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti sínum á mánudaginn síðastliðin. Fótbolti 13. júlí 2022 23:30
Sjáðu fagnaðarlæti Keflvíkinga inn í klefa á Hlíðarenda Keflavík vann óvæntan 0-3 útisigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í Bestu-deild karla á mánudagskvöld. Patrik Johannesen, Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson skoruðu mörk Keflavíkur. Fótbolti 13. júlí 2022 22:30
„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 18:36
Stúkan fór yfir varnarleik KA: „Vandræðagangurinn var töluverður hjá þeim“ Undanfarin ár hefur varnaleikurinn verið aðalsmerki KA-manna í Bestu-deild karla í fótbolta, en hann virðist ekki vera jafn sterkur og áður. Sérfræðingar Stúkunnar fóru yfir varnarleik liðsins í seinasta þætti. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 17:01
Óli Valur mættur til Sirius Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Fótbolti 13. júlí 2022 09:30
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 07:30
Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 11:00
Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 10:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Leiknir R. 0-3 | Leiknismenn völtuðu yfir Stjörnuna í fyrri hálfleik Leiknismenn sóttu þrjú stig í Garðabæinn í kvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur 3-0 en öll mörk Leiknis komu í fyrri hálfleik þar sem þeir léku við hvern sinn fingur. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 22:08
„Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 21:49
Sigurður Heiðar: Sex leikir í röð sem við erum ánægðir með „Fyrri hálfleikur var mjög góður og í seinni hálfleik taka þeir leikinn yfir eðlilega. Við erum ekki vanir því í sumar að vera í forystu þannig að það var skjálfti í mönnum og menn vildu passa upp á sitt,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Fótbolti 11. júlí 2022 21:37
Umfjöllun og viðtal: Valur 0-3 Keflavík | Einum fleiri gengu Keflvíkingar á lagið Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 20:53
Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 16:01
Dagskráin: Golf og Besta-deildin Stöð 2 Sport er með fimm beinar útsendingar í dag. Opna breska mótaröðin í golfi og Besta-deild karla í fótbolta eru í aðalhlutverkum. Sport 11. júlí 2022 06:00
Valur bætir í flóruna af framherjum Karlalið Vals í fótbolta hefur fengið nýjan framherja til liðs við sig. Um að ræða danska leikmanninn Frederik Ihler en hann kemur frá AGF sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 10. júlí 2022 11:20