Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2022 10:02
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. Íslenski boltinn 23. ágúst 2022 22:25
Kristján: Það kveikti í okkur að lenda undir Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var í skýjunum eftir stórsigur. Sport 23. ágúst 2022 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. Íslenski boltinn 23. ágúst 2022 21:04
800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. Sport 23. ágúst 2022 20:31
Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Íslenski boltinn 23. ágúst 2022 12:31
„Sem betur fer erum við með karakter í liðinu“ „Það er búið að vera bras á liðinu en sem betur fer erum við með karakter í liðinu og það hafa aðrar stigið upp sem áttu ekki endilega að fá hlutverk í liðinu,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta, í ítarlegu viðtali við Bestu mörkin. Íslenski boltinn 18. ágúst 2022 12:30
Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. Fótbolti 17. ágúst 2022 22:50
Bestu mörkin um leikjaplan KR: „Þetta hjálpar ekki í þessari erfiðu baráttu sem framundan er“ „Við ætlum að kíkja aðeins á leikjaplan KR þar sem það hefur vakið athygli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, en KR er á leið í aðra mánaðarlanga pásu í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 17:01
Bestu mörkin um Þrótt: „Gaman að horfa á þær spila“ Þróttur vann 5-1 stórsigur á ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta á þriðjudag. Eitt markanna stóð upp sérstaklega upp úr og var farið yfir það í þætti Bestu markanna að leik loknum. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 14:00
Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Íslenski boltinn 17. ágúst 2022 08:01
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 21:49
Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. Sport 16. ágúst 2022 21:42
Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. Fótbolti 16. ágúst 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Þór/KA 2-0 | Markaþurrð Selfyssinga lokið Selfoss hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum áður en Þór/KA kom í heimsókn. Brenna Lovera braut ísinn á fimmtu mínútu. Þór/KA hótaði jöfnunarmarki í síðari hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga og gulltryggði stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 20:40
„Út frá gildunum okkar var þetta ekki góður leikur“ Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA Í Bestu deild-kvenna. Þetta var fyrsti deildarsigur Selfoss síðan 1. júní síðastliðinn og var Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 16. ágúst 2022 20:23
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-1 ÍBV | Þróttur upp í þriðja sæti eftir stórsigur á ÍBV Þróttur Reykjavík átti ekki í miklum erfiðleikum með ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Þróttur lék á alls oddi og vann fjögurra marka stórsigur, 5-1, þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór á kostum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 19:50
Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 15:30
Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 10:00
Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. Fótbolti 12. ágúst 2022 09:01
Fyrirliði Þróttar frá næstu vikurnar Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hún varð fyrir í 3-0 sigri Þróttar Reykjavíkur á Selfossi í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 22:31
Bestu mörkin um Stjörnuna: „Það eru rosaleg þroskamerki á þessu liði“ „Stjarnan átti sigur skilið og mér fannst þær sterkari allan leikinn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, er farið var yfir 2-2 jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 22:00
„Ótrúlega mikilvægt að vera með akkúrat þessa týpu í liðinu sínu“ „Við sjáum hvað hún er mikilvæg fyrir þetta lið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir um Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, miðjumann Vals, eftir 5-0 sigur liðsins á Keflavík. Rætt var um þátt hennar í velgengni Valsliðsins í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 13:30
Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 10:01
Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Fótbolti 10. ágúst 2022 23:30
Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 14:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 00:21
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 0-5 | Einstefna í Keflavík Valur vann 0-5 stórsigur á Keflavík í vægast sagt krefjandi aðstæðum suður með sjó. Leikurinn var einstefna að marki Keflavíkur frá upphafi til enda. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-2| Aníta Ýr tryggði Stjörnunni stig Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gyða Kristín Stjörnunni yfir. Gestirnir frá Kópavogi svöruðu með tveimur mörkum og benti allt til þess að Breiðablik myndi vinna leikinn þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu. Fótbolti 9. ágúst 2022 23:00