Sandra María: Heiður að vera á lista með svona frábærum knattspyrnukonum Sandra María Jessen varð markahæsti leikmaður í sögu Þórs/KA í efstu deild kvenna í fótbolta þegar hún skoraði fyrra markið í 2-1 sigri liðsins gegn Aftureldingu í leik liðanna í Bestu-deildinni í dag. Fótbolti 8. maí 2022 17:17
Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Íslenski boltinn 8. maí 2022 16:35
Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8. maí 2022 15:45
Toppliðið heldur áfram að styrkja sig Topplið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 7. maí 2022 12:03
Hitað upp fyrir 3. umferð Bestu deildarinnar Þriðja umferð Bestu deildarinnar hefst á morgun þegar nýliðar Aftureldingar fá Þór/KA í heimsókn og á mánudag fara svo fjórir leikir fram. Íslenski boltinn 7. maí 2022 11:01
Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki „Maður skilur pirringinn eftir svona leik. Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna um leik Þórs/KA og Vals en Pétur Pétursson – þjálfari Íslandsmeistaranna – var vægast sagt ósáttur í leikslok. Íslenski boltinn 6. maí 2022 23:31
Margrét Lára: Elín Metta í standi hefði skorað þrjú til fjögur í þessum leik Valskonur töpuðu fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð Bestu deildar kvenna og Bestu mörkin ræddu sérstaklega færanýtingu landsliðsframherjans Elínar Mettu Jensen. Íslenski boltinn 6. maí 2022 14:01
Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Íslenski boltinn 6. maí 2022 12:30
Bílflauturnar gerðu sitt gagn á úrslitastund í sigri Keflavíkurkvenna Keflavíkurkonur eru á toppnum í Bestu deild kvenna með fullt hús og hreint mark eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stelpurnar fengu þó hjálp úr óvæntri átt þegar þær fengu á sig víti í uppbótatíma leiksins. Íslenski boltinn 6. maí 2022 10:31
Valur fær tvo erlenda leikmenn Íslandsmeistarar Vals í fótbolta kvenna hafa fengið liðsstyrk í tveimur erlendum leikmönnum sem æft hafa með liðinu síðustu vikur og hafa nú fengið félagaskipti. Íslenski boltinn 5. maí 2022 16:00
Sýndu á bak við tjöldin frá upptökum á Bestu deildar auglýsingunni frægu Auglýsingin fyrir Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta vakti mikla athygli á dögunum enda mikið lagt í hana og léttur og skemmtilegur húmor í fyrirrúmi. Íslenski boltinn 5. maí 2022 14:31
Sex mörk skoruð í Laugardalnum en engin greip gæsina Þróttur Reykjavík vann 4-2 sigur á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna fyrr í vikunni. Þó allir markaskorarar leiksins hafi verið að skora sín fyrstu mörk í Bestu deildinni þá má með sanni segja að engin hafi gripið gæsina. Íslenski boltinn 5. maí 2022 07:01
Sleit krossband í hné í sínum fyrsta deildarleik fyrir ÍBV Sydney Nicole Carr hóf feril sinn með ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta á versta mögulega hátt. Hún sleit krossband í hné og var tekin af velli eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik. Hún spilar ekki meira á tímabilinu. Íslenski boltinn 4. maí 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 1-0 | Dramatík er Keflavík tyllti sér á topp Bestu deildarinnar Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á topp Bestu deildarinnar með 1-0 sigri á öflugu liði Breiðabliks í kvöld. Íslenski boltinn 4. maí 2022 23:05
„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Íslenski boltinn 4. maí 2022 22:30
„Spurning hvort þetta verði eitthvað sem að heldur áfram inn í mótið“ Stjarnan vann sannfærandi sigur er KR heimsótti Garðabæinn í kvöld. Staðan var orðin 2-0 eftir rétt tæplega tíu mínútna leik og á endanum vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, telur þó sitt lið geta gert betur. Íslenski boltinn 4. maí 2022 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 5-1 | Nýliðarnir sáu aldrei til sólar í Garðabæ Stjarnan vann 5-1 stórsigur á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Mörk Stjörnunnar skoruðu Katrín Ásbjörnsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Alma Mathisen, Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Mark KR skoraði hin 15 ára Ísabella Sara Tryggvadóttir. Íslenski boltinn 4. maí 2022 21:15
ÍBV fær Svía í vörnina Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við sænsku knattspyrnukonuna Jessiku Pedersen sem mun því spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 4. maí 2022 15:26
„Þetta var drullu erfiður leikur“ „Ég er mjög sáttur við að fá þrjú stig og við baráttuna í liðinu, en ég er ekkert í skýjunum með spilamennskuna,” sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:18
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 0-1 | Selfyssingar sigruðu Suðurlandsslaginn Selfoss vann góðan 0-1 útisigur er liðið heimsótti ÍBV í Suðurlandsslag Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:14
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Afturelding 4-2 | Heimakonur kláruðu nýliðana í fyrri hálfleik Þróttur Reykjavík, bronsliðið frá því í fyrra, vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur skoruðu öll fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:14
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:00
Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Fótbolti 3. maí 2022 21:53
Ánægður með stigin þrjú Þróttur sigraði Aftureldingu 4-2 í annarri umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik eftir sterka byrjun heimakvenna. Fótbolti 3. maí 2022 21:44
Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. Íslenski boltinn 3. maí 2022 15:00
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 10:31
Hóf sumarið á tvennu en draumurinn breyttist í martröð Hafrún Rakel Halldórsdóttir byrjaði Íslandsmótið í fótbolta frábærlega með því að skora tvö mörk fyrir Breiðablik í gær en draumurinn breyttist í martröð þegar hún meiddist. Íslenski boltinn 28. apríl 2022 16:30
Gekk inn á völlinn umvafin úkraínska fánanum og skoraði síðan í leiknum Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk lék í gær sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni og þetta var bæði góður dagur fyrir hana og Blikaliðið. Íslenski boltinn 28. apríl 2022 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 1-4 Selfoss | Sigur í fyrsta leik Sifjar með íslensku liði síðan 2009 Selfoss vann í kvöld verðskuldaðan 1-4 sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Mörk Selfyssinga skoruðu Unnur Dóra Bergsdóttir, Barbara Sól Gísladóttir og Brenna Lovera sem setti tvö. Mark Aftureldingar skoraði Sigrún Gunndís Harðardóttir. Íslenski boltinn 27. apríl 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Keflavík | Öflugur útisigur hjá Keflvíkingum Nýliðar KR steinlágu fyrir Keflavík í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en lokatölur leiksins voru 0-4. Íslenski boltinn 27. apríl 2022 20:30