Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. Innlent 10. nóvember 2024 13:09
Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Neytendur 9. nóvember 2024 12:00
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8. nóvember 2024 14:38
Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Á morgun, laugardaginn 9. nóvember, mun Hekla frumsýna nýjan Audi Q6 e-tron í sýningarsal Audi að Laugavegi 174, á milli kl. 12 og 16. Samstarf 8. nóvember 2024 11:30
Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur þriggja bíla við Húnaver. Útkallið barst laust eftir klukkan fimm síðdegis og kom þyrlan á vettvang um hálfsjö. Innlent 31. október 2024 21:02
Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Innlent 31. október 2024 07:03
Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Á morgun, laugardaginn 26. október, er stór dagur hjá jeppaáhugafólki og öðrum unnendum góðra bíla því þá verður nýr Land Cruiser 250 frumsýndur kl. 12 – 16 hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Samstarf 25. október 2024 10:03
Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Polestar 4, nýjasti rafbíll Polestar er svakalega sportlegur Coupé jepplingur sem sameinar allt það besta úr bræðrum sínum, hlaðbaknum Polestar 2 og jeppanum Polestar 3. Samstarf 23. október 2024 09:25
Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Innlent 18. október 2024 21:06
Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Erlent 16. október 2024 15:33
Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Fyrstu snjókornin eru fallin þennan veturinn og því kominn tími á að panta dekkjaskipti og losna um leið við biðröðina þegar vetur konungur mætir af fullum þunga. Það er einfalt að bóka tíma á nesdekk.is og velja um leið réttu dekkin í leiðinni. Samstarf 16. október 2024 11:30
Hvað verður um verðbólguna í janúar? Nokkuð miklar líkur eru á því að verðbólga muni lækka mjög hratt í upphafi næsta árs og það hraðar en bjartsýnustu verðbólguspár gera ráð fyrir. Sú þróun mun skapa umhverfi til skarpara og hraðara vaxtalækkunarferlis en flestir telja líklegt. Innherji 16. október 2024 09:19
Sköpum gönguvæna borg Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Skoðun 15. október 2024 19:01
Spilar á flygil innan um risatrukka: „Spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist“ Bjarni Frímann heldur einleikstónleika á píanó á bílaverkstæði um helgina. Hann segir að vinna þurfi klassískri tónlist nýjar veiðilendur þar sem hægfara sjálfseyðing blasi við. Bransinn neiti að horfast í augu við að meðalaldur hlustenda hækki og að nýliðun sé lítil sem engin. Lífið 11. október 2024 07:03
Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum. Enn eru rúmar þrjár vikur í að notkun nagladekkja verði lögleg. Innlent 7. október 2024 12:20
Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Viðskipti erlent 4. október 2024 10:45
Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Næstkomandi laugardag verður blásið til Októberfest í Bílheimum sem staðsettir eru í Stekkjarbakka 6 - gamla Garðheima húsinu. Samstarf 2. október 2024 12:06
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Innlent 2. október 2024 12:03
Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Innlent 1. október 2024 17:35
„Herra kerran er til sölu“ Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur sett glæsibíl sinn á sölu. Bíllinn er af tegundinni Land Rover og er frá árinu 2019. Lífið 1. október 2024 13:45
Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Neytendur 30. september 2024 12:52
Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðlilegt pláss í Reykjavík Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 30. september 2024 09:04
Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Kyrrahafið teygir sig glitrandi út yfir ystu sjónarrönd og Kaliforníusólin vermir, kærkomin eftir íslenska sumarið sem aldrei kom. Við erum stödd í útjaðri Los Angeles og ætlum að reynsluaka Volvo EX90 100% rafbíl sem beðið hefur verið eftir. Samstarf 30. september 2024 08:52
Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins. Neytendur 25. september 2024 08:10
Milljarður í arðgreiðslur hjá Toyota Stjórnir systurfélaga Toyota umboðsins á Íslandi leggja til að greiddur verði út milljarður króna í arð vegna rekstrarársins 2023. Viðskipti innlent 23. september 2024 10:11
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20. september 2024 14:51
Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Skoðun 18. september 2024 09:32
Þeir borga sem nota! Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Skoðun 18. september 2024 08:02
Timberlake gengst við ölvunarakstri Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað. Lífið 13. september 2024 21:04
Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13. september 2024 11:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent