Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Norræn kvikmyndaveisla

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu myndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 15. til 20. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum

Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skapari Nágranna látinn

Höfundur áströlsku sápuóperunnar geysivinsælu, Nágrannar eða Neighbours, Reg Watson er látinn 93 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla

Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Mátti ekki vera ber að ofan á klósettinu

Það gengur á ýmsu þegar tvær ungar leikkonur halda áfram að reyna að fóta sig í lífinu og bransanum í annarri þáttaröð af Venjulegu fólki sem byrjar í Sjónvarpi Símans um miðjan mánuðin

Lífið
Fréttamynd

Hver vegur að heiman?

Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Grátbroslegar helgar

Fyrstu tveir þættir Pabbahelga voru forsýndir fyrir fullum sal í Bíó Paradís í vikunni en sýningar á þeim hefjast á RÚV á sunnudaginn.

Bíó og sjónvarp