Jón Halldór: Mínar stelpur vildu bara ekki vinna þennan leik
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur í leikslok eftir þriðja bikarsilfrið á fjórum árum. Keflavík tapaði einnig bikarúrslitaleiknum 2007 og 2009 undir hans stjórn og þetta er eini titilinn sem hann á eftir að vinna með kvennaliðinu.