Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð

Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun.

Innlent
Fréttamynd

Sex hundruð milljónir til skiptanna

Viðræður um bótafjárhæðir fara nú fram milli setts ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum síðasta haust. Því fé sem stjórnvöld hyggjast verja til sáttanna verður deilt milli fólksins meðal annars eftir lengd frelsissviptingar.

Innlent
Fréttamynd

Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum

Karlmaður á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að hafa veist að ljós- mæðrum á vakt og krafist morfíns. Jafn alvarlegt að ráðast á ljósmæður á vakt og lögreglumenn við skyldustörf.

Innlent
Fréttamynd

Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða

Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir brot gegn stúlku

Karlmaður sem særði blygðunarsemi ungrar stúlku árið 2017 var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið skipar nefnd vegna dóma MDE

Dómsmálaráherra og fjármálaráðherra hafa sett saman nefnd sem greina á þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaðan í máli Bjarna sú sama og í máli Jóns Ásgeirs

"Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag.

Innlent