Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 10:39 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfu mannsins. Taldi hann meiðsl hans ekki beina afleiðingu af notkun bifreiðar. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum. Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum.
Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira