Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Gæti orðið frjáls ferða sinna

Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 

Innlent
Fréttamynd

Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi

Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk ekki vitjun og hjartað stoppaði morguninn eftir

Íslenska ríkið var í gær dæmt skaðabótaskylt í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mistaka á Landspítalanum sem leiddu til andláts 55 ára karlmanns í júlí 2014. Dóttir mannsins segir að starfsfólk spítalans hafi komið hranalega fram við hann og honum sagt að rífa sig á fætur.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra

Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Bóta­kröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna

Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést

Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Innlent
Fréttamynd

131 milljón króna til Jóns Óttars

Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar.

Viðskipti innlent