Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 18:38 Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur málin fimm á morgun. Vísir/ÞÞ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira