Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. Erlent 12.4.2025 08:58
Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur. Viðskipti erlent 11.4.2025 08:25
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Viðskipti erlent 11.4.2025 07:15
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 17:44
Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að bráðum yrðu settir „stórfelldir“ tollar á innflutt lyf til landsins. Forstjóri Alvotech segist ekki hafa áhyggjur af hækkun tolla, söluaðili Alvotech myndi bera kostnaðinn sem hlytist af þeim. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 17:10
Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu. Innherji 9. apríl 2025 14:53
Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 08:04
Trump-tollar tóku gildi í nótt Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 07:12
Máttu ekki banna fréttamenn AP Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill. Erlent 8. apríl 2025 23:46
Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X Erlent 8. apríl 2025 22:12
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. Erlent 8. apríl 2025 19:51
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. Viðskipti innlent 8. apríl 2025 12:43
Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8. apríl 2025 08:01
Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 22:01
Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7. apríl 2025 21:58
Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 21:33
Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7. apríl 2025 18:52
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 16:25
Að hugsa hið óhugsanlega Það er freistandi að tala um Trump sem einhvers konar pólitískan frumkvöðul sem er undir áhrifum Schumpeters og er að umbreyta hinu pólitíska landslagi. Með þessum aðgerðum er hins vegar ekki verið að ýta undir alþjóðaviðskipti eða nýsköpun eins og flestir frumkvöðlar myndu styðja heldur verið að gera efnahagslega tilraun sem gæti mulið grunninn undan kapítalismanum. Umræðan 7. apríl 2025 14:38
Fátt rökrétt við lækkanirnar Hlutabréfagreinandi segir ljóst að verðlækkanir á hlutabréfum hér á landi megi rekja til þess að fjárfestar leitast nú við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Lítil rök séu á bak við lækkanir, til að mynda á íslenskum arðgreiðslufélögum sem enga tengingu hafa við Bandaríkjamarkað. Viðskipti innlent 7. apríl 2025 12:32
Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Alvotech leiðir lækkanir en gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað um 12,28 prósent. Viðskipti innlent 7. apríl 2025 10:05
Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 08:48
Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 06:49
Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. Innherji 6. apríl 2025 13:38