Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Uggandi vegna at­lögu að há­skólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“

Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hótar að banna er­lenda nem­endur í Harvard

Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“

Erlent
Fréttamynd

Trump hafi „ekki hug­mynd“ um hvað hann sé að gera

Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku.

Erlent
Fréttamynd

Snjallsímar undan­skildir tollunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa

Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin muni semja

Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mögu­lega leik­flétta og eða við­brögð við lækkunum

Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tolla­hækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni efna­hags­um­svif vegna tolla­stríðs gæti opnað á „hraust­lega“ vaxtalækkun

Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Lækkanir halda á­fram

Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump-tollar tóku gildi í nótt

Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Máttu ekki banna frétta­menn AP

Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill.

Erlent
Fréttamynd

Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum

Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X

Erlent
Fréttamynd

Hækkanir í Kaup­höllinni á ný

Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi.

Viðskipti innlent