Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Klökkur Jóhann Berg beygði af í við­tali

    Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slot stað­festir að hann taki við Liverpool

    Hollendingurinn Arne Slot stað­festi í dag að hann myndi taka við knatt­spyrnu­stjóra­stöðunni hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Liver­pool af Þjóð­verjanum Jur­gen Klopp sem lætur af störfum eftir loka­um­ferð deildarinnar á sunnu­daginn kemur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill komast hjá því að af­henda City bikarinn

    Richard Masters, fram­kvæmda­stjóri ensku úr­vals­deildarinnar mun vera við­staddur leik Arsenal og E­ver­ton á Emira­tes leik­vanginum í Lundúnum í komandi loka­um­ferð deildarinnar þar sem að bar­áttan um Eng­lands­meistara­titilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að lík­legra þyki að Eng­lands­meistara­titillinn verði af­hentur í Manchester­borg.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leeds í úr­slit um sæti í ensku úr­vals­deildinni

    Leeds United er komið í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Norwich City í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en í kvöld var aldrei spurning um hvort liðið væri á leið á Wembley.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    UEFA setur pressu á City Football Group

    UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea sló spjaldametið í deildinni

    Chelsea setti nýtt met í sigurleik sínum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi um leið og liðið bætti stöðu sína í baráttunni um Evrópusætin. Metið er nú ekki eftirsótt.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kjósa um hvort notkun VAR verði hætt

    Félög í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu munu á næsta ársfundi deildarinnar kjósa um það hvort notkun myndbandsdómgæslu, VAR, verði hætt frá og með næsta tímabili.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City

    Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City.

    Enski boltinn