Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Mannfyrirlitning

Fyrir margt löngu var ég að spjalla við roskinn mann um aðstæður alþýðufólks á árum áður. Þessi maður óx úr grasi í afskekktu þorpi úti á landi, og sagði mér meðal annars að hann hefði eitt sinn á yngri árum tekið þátt í að bera mann í rúmi sínu milli bæja. Þetta var heilsulaus maður á fátækraframfæri, en slíkt fólk var kallað sveitarómagar eða þurfalingar og var réttindalaust. Hreppurinn greiddi með því og ástæða þessa flutnings var sú, að bóndi á öðrum bæ hafði boðist til að hafa hann á heimilinu fyrir lægri upphæð en bóndinn sem hann hafði legið hjá í góðu atlæti. Þurfalingurinn var að sjálfsögðu ekki spurður hvernig honum litist á vistaskiptin og hreppurinn kynnti sér ekkert endilega hvort lægra meðlag þýddi verra atlæti. Burðarmaðurinn sagði að sér hefði liðið undarlega í þessu hlutverki. Þótt þurfalingurinn hafi ekki borið sig illa, var hann greinilega órólegur. Vissi ekkert hvað beið hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofsi og misskilningur

Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allar í bæinn

„Sumir karlar eru svo frábitnir öllu kvenlegu/að þeir sjá ekki einu sinni móður sína/fyrir fjallskugga föðurins" segir í ljóðinu Furða eftir skáldið Vilborgu Dagbjartsdóttur. Hún var ein þeirra sem hrundi Kvennafrídeginum af stað fyrir 35 árum og gekk fylktu liði niður á Torg í hópi stoltra kvenna til að sýna hvað vinnuframlag þeirra vóg þungt fyrir samfélagið. Það er ekki aðeins við hæfi að vitna í hana í dag, heldur líka einmitt þetta ljóð. Það er nefnilega furðan sem einkennir gjarnan jafnréttissinna.

Bakþankar
Fréttamynd

„Þú ert í flokki þeim“

„Svara svara: vertu velkominn!" kyrjuðum við strákarnir í KFUM fullum hálsi á meðan við biðum eftir því að komast í borðtennis í næsta herbergi. Við hugsuðum ekkert út í það sem við vorum að syngja og ekki heldur í næsta lagi: „Þú æskuskari á Íslandsströnd / þú ert í flokki þeim / er sækir fram í sjónar­rönd/ með sigri að komast heim." Maður fór bara með þetta umhugsunarlaust eins og hverja aðra „meinvill" og „frumglæði ljóssins sem gjörvöll mannkind". Þannig var okkar kristni. Hún var umhugsunarlaus. Og nú þegar ég hugsa um þennan kveðskap loksins eftir öll þessi ár verð ég að játa að ég botna ekkert í honum. Sjónarrönd? Eða var það „sólarlönd"? „Með sigri að komast heim"?

Fastir pennar
Fréttamynd

Þess vegna kvennafrí

Konur eru helmingur mannskyns en eiga eitt prósent eigna heimsins. Áætlað er að konur vinni 2/3 hluta vinnustunda í heiminum. Að launum hljóta þær tíu prósent þeirra tekna sem aflað er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að þagga rökræðuna niður?

Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB. Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland, verst í heimi

Ísland, best í heimi-áróðurinn fór alltaf í taugarnar á mér. Ég elska landið mitt og er viss um að hér býr hellingur af hæfileikaríku fólki, sem nýtir guðsgjafir sínar til góðs. Ég er jafnvel til í að taka svo djúpt í árinni að segja að hér séu alveg jafn stórkostlegir hæfileikar og annars staðar í heiminum, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ekki erum við Indland.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrari en forsætisráðherrann

Fréttablaðið hefur í vikunni sagt tvær fréttir af því að hætta sé á því að ekki verði hægt að manna lykilstöður opinberra starfsmanna með hæfu fólki vegna þess að betri kjör bjóðist annars staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Keppnin

Þó að margt fari í taugarnar á þjóðinni og hafi gert í gegnum árin er líklega fátt sem kveður jafn mikið að í þeim efnum og svokallaðar pólitískar ráðningar. Er þar átt við ráðningar þar sem stjórnmálamenn meta stjórnmálaskoðanir, vin- og frændskap ofar öðru þegar opinberu starfi er ráðstafað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dagar kvenna og hagtalna

Dagarnir líða og allir eru þeir helgaðir einhverju ákveðnu. Það sem af er október hafa liðið bleiki dagurinn og fjólublái dagurinn, dagur hvíta stafsins, dagur gegn einelti, dagur án ofbeldis, dagur myndlistar, dagur samkeppnishæfni og PBS-dagurinn, dagur hrunsins og alþjóðlegur dagur öndunarmælinga.

Bakþankar
Fréttamynd

Er skrýtið að traustið sé lítið?

Í könnun MMR sem birtist í vikunni sem leið var spurt um traust á Alþingi Íslendinga. Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðþingsins samkvæmt könnuninni. Tveir þriðju svarenda sögðust hins vegar bera mjög lítið eða frekar lítið traust til Alþingis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinna af sér „fríið“

Konur eiga að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 á mánudaginn. Samkvæmt útreikningum eru þær þá víst búnar að vinna tímana sem þær fá greitt fyrir, miðað við karla.

Bakþankar
Fréttamynd

Nóg komið af dómunum

Stundum þurfa sprenglærðir dómarar að kveða upp ótal dóma, studda vandaðri lögfræðilegri röksemdafærslu áður en fólki dettur í hug að gera það sem einföld, heilbrigð skynsemi býður. Þetta virðist eiga við um spurninguna hvort Alþingi megi með lögum skylda fólk til að borga félagsgjald í félagi sem það er ekki í og vill ekki vera í, telur jafnvel vinna gegn hagsmunum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nærvera NATO

Samkomulag Íslands og Kanada um samstarf í varnarmálum, sem undirritað var í Brussel í síðustu viku, er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að treysta öryggi og varnir Íslands eftir brotthvarf varnarliðsins árið 2006.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég öfunda þig svo…

Í fermingarfræðslunni í haust heyrði ég: "Ég öfunda þig svo af skónum þínum." "Ég öfunda þig ógeðslega af að fara í helgarferð til London!" "Ég öfunda þig svo… af þessu… af hinu…" Ég spurði öfundarfólkið hvað það meinti með svona setningum og ræddi svo við það um afstöðu og eðli öfundar.

Bakþankar
Fréttamynd

Persónukjör að fornu og nýju

Persónukjör hefur lengi verið hjartans mál tiltekins hluta þjóðarinnar - stundum jafnvel kynnt sem hin tæknilega útfærsla á kosningum sem verði flestra meina bót.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trú og hefðir strokaðar út?

Meirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verður annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki trufla

Það er alkunna að spjót auglýsingaherferða beinast að því að sýna fólki hvernig líf þess gæti hugsanlega verið. Síðustu árin hefur hamingjan gjarnan verið kynnt til sögunnar sem sjálfhverf „þín stund, þinn staður". Þær stundir eru hljóðeingraðar, stílhreinar, börnin komin í pössun og ekki einn aukasokkur á eldhúsborðinu. Engin háreysti, engin gæludýr, engir nágrannar. Þú átt einlæga stund með sjálfum þér, ávexti eða bolla af góðu kaffi. Og slakar á.

Bakþankar
Fréttamynd

Eva + Ísland = Sönn ást

Íslandsvinur: Og maður sér fyrir sér sérvitran yfirkennara í litlum skóla í Wiesbaden sem ungur hreifst af Nonnabókunum. Eða formann Norræna félagsins í Gilleleje. Eða frægðar­menni sem millilenti hér fyrir tíu árum á leið

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvær kreppur

Bankakreppan sem reið yfir 2008 var ekki séríslenzkt fyrirbæri, þótt hún yrði dýpri hér en víða annars staðar. Hún hefur leitt af sér eignarýrnun, skattahækkanir, niðurskurð opinberrar þjónustu og aukið atvinnuleysi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kögunarhóll: Snoturt hjartalag án ábyrgðar

Forsætisráðherra kúventi stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna og tók stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda. Fyrri stefna hafði að vísu um sumt mistekist í framkvæmd. Hún byggði hins vegar á ábyrgri hugsun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvatt til dáða

Landið út við ysta sæ oft er súrt að gista, en bölvað ástand bætir æ að berja nýnasista.

Bakþankar
Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Setjum öll uppkynjagleraugu

Þjónusta við konur og karla sem hafa mátt þola kynferðis­legt ofbeldi sem og þjónusta við konur sem búa við ofbeldi í nánum samböndum fer að langstærstum hluta fram á vegum félagasamtaka og grasrótarhreyfinga

Fastir pennar
Fréttamynd

Falskar vonir

Einhverra hluta vegna hafa hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu skotið upp kollinum á ný, meira en ári eftir að þær voru slegnar af og taldar óraunhæfar. Ríkisstjórnin leikur nú eitthvert skrýtið leikrit með stjórnarandstöðunni og hagsmunasamtökum, þar sem látið er eins og það komi til greina að færa niður skuldir fólks um 18%. Ekkert vit er í þeirri leið, eins og raunar er margbúið að færa rök fyrir, en staðfestist enn frekar með þeim upplýsingum, sem bætzt hafa við að undanförnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byrjum með hreint borð

Stjórnarskráin frá 17. júní 1944 er í meginatriðum samhljóða dönsku stjórnarskránni. Stjórnarskránni verður því ekki með góðu móti kennt um hrunið, ekki hrundi Danmörk. Reynslan virðist þó sýna, að Íslendingar geti þurft strangari stjórnarskrá en Danir. Eftir á að hyggja hefði stjórnarskráin þurft að girða fyrir langan aðdraganda hrunsins. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta Íslands, úr því að valdheimildir hans samkvæmt stjórnarskránni eins og hún er dugðu ekki til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Plús eða mínus?

Það er ekki óvenjulegt að í sambandi sem staðið hefur um nokkurt skeið dragi úr líkamlegri ástríðu með tímanum. Við tölum ekki mikið um það, vegna þess að það er víst mælikvarði á árangur að gera það oft.

Bakþankar
Fréttamynd

Samúel

Íslenska þjóðin hefur eignast nýtt uppáhald. Ungmennalandsliðið okkar í karlaknattspyrnu hefur skipað sér á bekk með kvennalandsliðinu. Það leikur, ásamt sjö öðrum liðum, í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku á næsta ári.

Fastir pennar