Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Þriggja kosta völ?

Hugsum okkur, að heimurinn allur hefði sameinazt um einn gjaldmiðil, eina mynt. Þá myndi seðlabanki heimsins bregðast við merkjum um vaxandi verðbólgu um heiminn með því að hækka vexti og skyldum aðgerðum og við auknu atvinnuleysi með því að lækka vexti. Ekki myndu þó öll lönd njóta góðs af þessu fyrirkomulagi, því að þau búa við ólík skilyrði. Þótt verðbólga færi vaxandi um heiminn á heildina litið, gæti atvinnuleysi verið aðalvandinn sums staðar. Í þeim löndum, þar sem atvinnuleysi er aðalvandinn, myndi vaxtahækkun gera illt verra. Einmitt þess vegna hefur heimurinn ekki sameinazt um eina mynt. Heimurinn er stærri og fjölbreyttari en svo, að hann geti talizt vera hagkvæmt myntsvæði eins og það heitir á hagfræðimáli. Hvað þarf þá margar myntir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Urðarsel eða Fjörðurinn

Það voru falleg sólarlögin í Urðarseli. Svo mælti Bera í Sjálfstæðu fólki, er Bjartur var að flosna upp frá Sumarhúsum. Og Bjartur valdi frekar að freista þess að draga fram lífið þar uppi á heiði en að fara í Fjörðinn, eins og skynsemin boðaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öfganna á milli

Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda

Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Æla

Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni – flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast.

Bakþankar
Fréttamynd

Kreppukosningar

Það er hálfeinkennileg upplifun, eftir þjóðargjaldþrot og búsáhaldabyltingu, að nú standi yfir kosningabarátta á Íslandi og þó ekki síður hvað áróður stjórnmálaflokkanna hefur breyst ótrúlega lítið frá 2007. Lærdómurinn sem stjórnmálaforingjarnir og auglýsingastofur þeirra hafa dregið af hruni íslensks efnahagslífs virðist rista ótrúlega grunnt. Enn er öllu fögru lofað eins og verið sé að selja hreinsilöginn Cillit Bang og magn auglýsinga virðast vera í sömu hlutföllum og styrkirnir sem flokkar náðu að sópa til sín á lokadögum ársins 2006.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn kosturinn

Málefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa. Um hitt sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leysum lífsgátuna

Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auður skili sæti

Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda.

Bakþankar
Fréttamynd

Skýr svör liggi fyrir í vikulokin

Að lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingiskosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvægustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst í að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gráskalli

He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ung­dæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power – mitt er valdið,“ voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli.

Bakþankar
Fréttamynd

Helsta vonin?

Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónan kvödd

Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Segð' ekki nei

Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna Rögnvaldardóttir sagði mér eitt sinn að hún hefði þá reglu að segja aldrei nei þegar hún væri beðin um að tala í blöðum eða ljósvakamiðlum – af þeirri einföldu ástæðu að hún hefði heyrt að erfiðara væri að fá konur sem viðmælendur. Það yrði þá kannski hennar eina framlag á jafnréttis­vogarskálarnar. Því miður stemmir þetta við reynslu undirritaðrar.

Bakþankar
Fréttamynd

Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt

Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigur raunveruleikans

Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björg­ólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vald eigandans

Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumalandið

Ég fór að sjá Draumalandið í fyrrakvöld og eins og við var að búast kom það á nokkru hugarróti. Við eigum nefnilega öll okkar draumaland og ég fór að pæla í mínu en langt er síðan ég hef hróflað við því. Ég er nefnilega eins og fleiri mun uppteknari af því að hlýða á aðra lofa mér sínu draumalandi frekar en að spyrja sjálfan mig, líkt og Stefán Hilmarsson forðum, hvar er draumurinn?

Bakþankar
Fréttamynd

Nytsamir sakleysingjar

Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimsókn í safnið

Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun.

Bakþankar
Fréttamynd

Hausaskeljastaðarávarpið

Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig táknmál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið.

Bakþankar
Fréttamynd

Alvarlegur skortur á framtíðarsýn

Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilagar kýr

Íslendingar hafa á liðnum árum leyft sér ýmislegan munað. Tökum landbúnaðinn. Halldór Kiljan Laxness, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson og margir menn aðrir hafa hver fram af öðrum gagnrýnt búverndarstefnu stjórnvalda og talið hana of dýra fyrir neytendur og skattgreiðendur. Alþingi hefur alla tíð daufheyrzt við þessari gagnrýni á tveim forsendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin þarf að standa við sitt

Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggi sjómanna stofnað í tvísýnu

Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um málefni þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar og öryggi sjómanna við strendur Íslands. Myndin sem dregin er upp er dökk enda er það mat manna að öryggi sjómanna við strendur landsins sé í þann veginn að færast aftur um áratugi. Öryggi sjómanna verður þá minna en það var árið 1971 þegar þyrlubjörgunarsveit bandaríska flughersins kom hingað til lands. Ástæðan er uppsagnir þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tökum upp Bandaríkjadal

Taka þarf upp alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem lögeyri á Íslandi hið fyrsta svo milliríkjaviðskipti geti átt sér stað með eðlilegum, óþvinguðum og óheftum hætti. Ísland þarf að vera opið og frjálst til þess að skapa skilyrði til verðmætasköpunar. Því miður er þróunin í þveröfuga átt og er þar einkum um að kenna tilraunum til þess að halda íslensku krónunni við í skjóli strangra gjaldeyrishafta. Nokkuð breið samstaða virðist ríkja í íslensku samfélagi um að heppilegt væri að taka upp nýjan gjaldmiðil og því er mikilvægt að stjórnvöld, hvernig sem þau eru skipuð, grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess að svo megi verða.

Skoðun