Íslendingar kvarti en ferðamönnum sé nokkuð sama Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar. Viðskipti innlent 6. júlí 2023 06:01
Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Innlent 5. júlí 2023 12:02
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5. júlí 2023 10:36
Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. Veður 4. júlí 2023 16:55
Náði að bjarga öllu nema eigin tannbursta Vegfarandi á Þingvöllum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í farþegarútu segir að ótrúlega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bílstjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tannbursta. Innlent 4. júlí 2023 14:26
Rúta brann við Þingvallavatn Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjábakkavegi austan við Þingvallavatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, gengu slökkvistörf vel. Innlent 4. júlí 2023 12:49
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Innlent 2. júlí 2023 22:11
Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Viðskipti innlent 1. júlí 2023 15:01
Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. Viðskipti innlent 30. júní 2023 19:25
Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Innlent 28. júní 2023 14:00
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. Innlent 27. júní 2023 21:42
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. Innlent 26. júní 2023 22:10
Sérstakt Eric Clapton herbergi á Hótel Blönduósi Heilmikið líf er að kvikna í gamla bænum á Blönduósi því þar er búið að vera að gera upp gömul hús og koma þeim í rekstur, meðal annars Hótel Blönduósi þar sem Eric Clapton á sitt eigið herbergi. Innlent 26. júní 2023 20:49
Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Innlent 26. júní 2023 08:31
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25. júní 2023 21:56
Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Innlent 25. júní 2023 20:17
Travis Scott á landinu Bandaríski rapparinn Travis Scott er þessa dagana á Íslandi. Lífið 23. júní 2023 17:05
Ferðamenn eyða langmestu í gistingu Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. Viðskipti innlent 22. júní 2023 14:37
Vitlausasta hugmyndin Í vikunni birtust fréttir af því að OECD legði til að virðisaukaskattur (VSK) á ferðaþjónustu væri færður í efra þrep. Það er að vísu svo gömul frétt að OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til að svokallaðir skattastyrkir séu aflagðir til að auka tekjuöflun ríkissjóðs að það er vart fréttnæmt lengur, enda hafa slíkar tekjuöflunartillögur verið fastagestir í skýrslum þessara alþjóðastofnana síðastliðinn áratug. Skoðun 22. júní 2023 12:00
Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Innlent 22. júní 2023 08:46
Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. Viðskipti innlent 21. júní 2023 21:51
Alfa Framtak kaupir Hótel Hamar og Hótel Höfn Alfa Framtak hefur samið um kaup á tveimur hótelum; Hótel Hamri sem er skammt frá Borgarnesi og Hótel Höfn sem er í Hornafirði. Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi kaupin. Innherji 21. júní 2023 16:24
Keahótel taka við Hótel Grímsborgum Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea Hótelum. Viðskipti innlent 20. júní 2023 14:31
Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Skoðun 19. júní 2023 11:00
Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur. Innlent 18. júní 2023 21:44
Ferðamenn komi ekki til landsins til að ganga í halarófu á Laugavegi Formaður Landverndar telur að bregðast þurfi við miklum straumi ferðamanna hingað til lands. Útlit er fyrir að árið í ár muni topp metárið 2018. Innlent 15. júní 2023 22:01
Kirkjutröppurnar loka og óvíst með opnun Vegna framkvæmda verður á næstu dögum lokað fyrir umferð um tröppurnar að Akureyrarkirkju og ekki er vitað með vissu hvenær opnað verður fyrir umferð um nýjar kirkjutröppur. Innlent 15. júní 2023 20:53
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. Innlent 15. júní 2023 11:43
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. Innlent 15. júní 2023 10:06
Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. Innlent 14. júní 2023 22:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent