Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bras hjá Ís­lendingum í Evrópu

Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá liðum sínum í belgísku og grísku deildunum í knattspyrnu í dag. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason þurftu að sætta sig við tap með Eupen.

Fótbolti
Fréttamynd

Standandi lófa­klapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina

Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja að leikurinn fari fram á hlut­lausum velli

Lyon hefur harðlega mótmælt og mun áfrýja ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að leyfa Marseille að njóta stuðnings aðdénda sinna þegar liðin mætast í frestuðum leik á Velodrome leikvanginum þann 6. desember. 

Fótbolti
Fréttamynd

Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bræður munu berjast í Mal­mö: „Vona að þeir standi sig vel“

Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp eins og þrumu­ský á blaða­manna­fundi

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti