Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Illa orðað samnings­á­kvæði varð KA að falli

Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City

Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Spánar­meistarar Real skoruðu fimm

Það var ekki að sjá að Real Madríd hafi gleymt sér í að fagna Spánarmeistaratitlinum þegar liðið tók á móti Alavés. Meistararnir unnu gríðarlega sannfærandi 5-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var eins og hand­bolta­leikur“

FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum allar að læra þetta“

Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

Fótbolti