Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Real Madrid aftur á beinu brautina

Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. 

Fótbolti
Fréttamynd

PSV tryggði toppsætið með öruggum sigri

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV Eindhoven. PSV tryggir þar með sæti sitt á toppi deildinnar og er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. GA Eagles er í 6. sætinu með 10 stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Englendingatvenna í Mílanó

AC Milan vann 3-1 útisigur gegn Cagliari eftir að hafa lent marki undir. Tvö mörk frá ensku leikmönnunum Fikayo Tomori og Ruben Loftus-Cheek tryggðu sigurinn.  

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi með endurkomu í sigri Midtjylland

Sverrir Ingi Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Midtjylland gegn Næstved. Þeir komast með þessum sigri í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Daníel Kristjánsson, u19 ára landsliðsmaður, sat á bekknum allan leikinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Danir völtuðu yfir Walesverja

Danir unnu afar öruggan 5-1 útisigur er liðið heimsótti Walesverja í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í riðli okkar Íslendinga í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“

„Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alls ekki nógu gott“

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var alls ekki ánægð með frammistöðu liðsins eftir 4-0 tap gegn Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís einn besti leikmaður heims í dag

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það jafnist ekkert á við það að mæta Þjóðverjum í landsleik. Ísland leikur einmitt gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni ytra á morgun.

Fótbolti