Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys George Baldock, fyrrum leikmaður ÍBV sem spilaði einnig lengi í ensku úrvalsdeildinni, fannst látinn í október síðastliðnum. Rannsókn á málinu hefur nú leitt í ljós að hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt í Aþenu í Grikklandi. Fótbolti 24. júlí 2025 10:15
Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. Enski boltinn 24. júlí 2025 09:03
Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Los Angeles FC í MLS deildinni leggur mikið upp úr því að lokka Heung-Min Son í félagaskiptaglugganum sem var að opna í Bandaríkjunum en Tottenham mun missa heilmiklar tekjur ef hann er seldur strax. Enski boltinn 24. júlí 2025 08:31
Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. Körfubolti 24. júlí 2025 08:03
Karlremban Chicharito í klandri Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito og var áður leikmaður Manchester United og landsliðsfyrirliði Mexíkó, hefur verið sektaður fyrir karlrembuleg ummæli á samfélagsmiðlinum TikTok. Fótbolti 24. júlí 2025 07:34
Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Enski boltinn 24. júlí 2025 07:00
Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Marc Brys segir það ekki rétt að hann sé hættur sem þjálfari kamerúnska landsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að knattspyrnusambandið, FECAFOOT, hafi sjálft staðfest slíkar fréttir. Fótbolti 24. júlí 2025 06:31
Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld. Fótbolti 23. júlí 2025 23:17
Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Eiginkona Diogo Jota hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum eftir að hún missti eiginmann sinn á hræðilegan hátt. Enski boltinn 23. júlí 2025 22:31
Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Cesc Fabregas segir að Lionel Messi sé ánægður með að spila í Bandaríkjunum en vill samt ekki útiloka það að argentínska goðsögnin muni spila einhvern tímann fyrir ítalska félagið Como. Fótbolti 23. júlí 2025 22:02
Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Spánverjar eru komnir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss eftir 1-0 sigur í kvöld í framlengdum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Fótbolti 23. júlí 2025 21:34
Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Lamine Yamal er nýbúinn að halda upp á átján ára afmælið en hann er samt fyrir löngu kominn í hóp bestu fótboltamanna heims. Hann er hins vegar enn að vaxa og stækka. Fótbolti 23. júlí 2025 21:01
Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Stefán Ingi Sigurðarson varð um síðustu helgi aðeins níundi íslenski leikmaðurinn til að skora þrennu í norsku úrvalsdeildinni. Það voru næstum því fimm ár liðin frá þeirri síðustu. Fótbolti 23. júlí 2025 20:30
Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaða framkvæmda og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Íslenski boltinn 23. júlí 2025 20:13
Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Brann steinlá á heimavelli í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og eftir 4-1 tap á móti Salzburg er ólíklegt að sjá liðið komast lengra í keppninni í ár. Fótbolti 23. júlí 2025 20:01
Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Marcus Rashford var í kvöld kynntur sem nýr leikmaður Barcelona en hann kemur til spænska stórliðsins á láni frá Manchester United. Fótbolti 23. júlí 2025 19:30
Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn. Fótbolti 23. júlí 2025 19:00
Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Íslendingaliðið Brann er í slæmum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld. Fótbolti 23. júlí 2025 18:56
Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Liverpool staðfestir á miðlum sínum í kvöld að félagið sé búið að ganga frá kaupum á framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 23. júlí 2025 18:45
Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Arsenal er þegar byrjað að vinna bikara þótt að undirbúningstímabil sé rétt að byrja. Enski boltinn 23. júlí 2025 18:01
Cosic kominn í KR-búninginn Amin Cosic hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028 en hann kemur frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur. Íslenski boltinn 23. júlí 2025 17:49
Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Fótbolti 23. júlí 2025 15:15
Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Fótbolti 23. júlí 2025 12:46
Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Lech Poznan vann afgerandi 7-1 sigur á Breiðabliki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í gær. Fjögur víti voru dæmd í leiknum. Fótbolti 23. júlí 2025 11:30
Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er búinn að finna sér nýtt félag fyrir komandi vetur. Fótbolti 23. júlí 2025 11:00
Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Erik Ten Hag, þjálfari Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni, segir svissneska miðjumanninn Granit Xhaka of mikilvægan liðinu til að selja til Sunderland, þrátt fyrir að hann vilji sjálfur fara þangað. Fótbolti 23. júlí 2025 10:17
Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug. Fótbolti 23. júlí 2025 08:47
„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Fótbolti 23. júlí 2025 08:01
Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 23. júlí 2025 07:28
Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Enski boltinn 23. júlí 2025 07:02