Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið

Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta

Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrir landsleikjahlé var Thiago Motta vikið frá störfum í gær eftir aðeins níu mánuði sem þjálfari Juventus á Ítalíu. Igor Tudor tekur við af honum og stýrir liðinu út tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakk­land verður með Ís­landi í riðli

Frakkland verður með Íslandi í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026. Það varð ljóst eftir sigur liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu, í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að standa hérna og af­saka neitt“

„Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexandra lagði upp í frum­rauninni

Þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka tapaði Íslendingalið Kristianstad fyrir Djurgården, 2-1, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex breytingar á byrjunar­liðinu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía varði víti

Inter laut í lægra haldi fyrir Fiorentina, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær ó­líkar í­þróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hlökkum til að sjá alla Ís­lendingana“

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin

Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Fótbolti