„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið. Fótbolti 10. september 2025 09:11
Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. Fótbolti 10. september 2025 08:33
Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Bólivía lagði Brasilíu að velli og tryggði sig áfram í umspil milli liða frá öðrum heimsálfum þar sem spilað verður upp á sæti á HM á næsta ári. Fótbolti 10. september 2025 07:35
Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks. Fótbolti 10. september 2025 07:01
Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Eitt af betri liðum Póllands bauð í Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Íslandsmeistara Breiðabliks, eftir að félagaskiptaglugganum hér á landi hafði verið lokað. Íslenski boltinn 9. september 2025 23:33
Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, axlaði ábyrgð eftir tap liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer næsta sumar. Hann var þó ekki sáttur með spyril RTÉ Sport eftir leik. Fótbolti 9. september 2025 23:00
Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Þar á meðal leikur Noregs og Moldóvu sem lauk með 11-1 sigri heimamanna. Þá vann Portúgal 3-2 útisigur í Ungverjalandi. Fótbolti 9. september 2025 22:27
„Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Elías Rafn Ólafsson varði oft og tíðum meistaralega þegar Ísland laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í rimmu liðanna í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í París í kvöld. Fótbolti 9. september 2025 21:53
Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Fótbolti 9. september 2025 21:50
Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Íslenska landsliðið átti svekkjandi kvöld í París, höfuðborg Frakklands, þegar liðið tapaði 2-1 gegn heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland hefði átt að jafna leikinn í lok leiks en myndbandsdómgæslan tók mark af Íslandi. Fótbolti 9. september 2025 21:35
„Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“ Fótbolti 9. september 2025 21:32
Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var líkt og aðrir leikmenn Íslands svekktur en stoltur eftir 2-1 tap gegn Frakklandi ytra í undankeppni HM 2026 þar sem mark var að flestra mati ranglega dæmt af Íslandi í blálokin. Fótbolti 9. september 2025 21:24
Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Íslands í grátlegu 2-1 tapi gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026. Hann veit ekkert af hverju seinna mark hans, undir lok leiks, var dæmt af. Fótbolti 9. september 2025 21:08
Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Lokatölur í leiknum 2-1 Frökkum í vil. Fótbolti 9. september 2025 20:48
Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Steve Cooper, fyrrverandi þjálfari Leicester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, er tekinn við Bröndby í efstu deild Danmerkur. Fótbolti 9. september 2025 19:02
Englendingar skoruðu fimm í Serbíu England lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Serbíu í Belgrað þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM 2026. Fótbolti 9. september 2025 18:17
Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Eftir afhroðið á Laugardalsvelli náði Aserbaísjan í sterkt stig gegn Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Fótbolti 9. september 2025 18:16
Lærisveinar Heimis fara illa af stað Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta hafa farið vægast sagt illa af stað í undankeppni HM 2026. Fótbolti 9. september 2025 18:07
Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar sinn fyrsta landsleik er Ísland sækir Frakkland heim á Parc de Princes í undankeppni HM klukkan 18:45 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá 5-0 sigri á Aserum á föstudagskvöld. Fótbolti 9. september 2025 17:33
Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. Fótbolti 9. september 2025 16:31
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Fótbolti 9. september 2025 15:41
Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu sækja það armenska heim í forkeppni HM 2026. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Viaplay Sport. Fótbolti 9. september 2025 15:31
Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru staddir í París þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 í kvöld. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM. Fótbolti 9. september 2025 15:02
„Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ „Þetta er frábær leikur til að fá að spila og við erum allir bara mjög spenntir fyrir þessum leik, segir landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Fótbolti 9. september 2025 14:00
Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Króatinn Luka Modric stýrir enn spili króatíska landsliðsins í fótbolta líkt og kóngur í ríki sínu þrátt fyrir háan aldur. Modric er fertugur í dag. Fótbolti 9. september 2025 14:00
Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Nottingham Forest hefur fengið Ange Postecoglou til starfa sem knattspyrnustjóra eftir að hafa rekið Nuno Espirito Santo. Gríska Ástralanum er ætlað að sækja titla til Skírisskógar. Enski boltinn 9. september 2025 13:08
Ég á þetta mark „Það er bara gaman að hugsa til þessa að við séum að fara spila við bestu leikmenn heims svo þetta er bara gaman,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson sem skoraði eitt mark gegn Aserum á föstudagskvöldið. En ekki eru allir sammála um að hann hafi skorað markið. Fótbolti 9. september 2025 13:00
Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Albert Guðmundsson tognaði á ökkla í leik Íslands gegn Aserbaísjan á föstudaginn og verður frá í leiknum gegn Frakklandi, en gæti spilað með Fiorentina gegn Napoli næsta laugardag. Ástand hans verður metið betur þegar nær dregur. Fótbolti 9. september 2025 12:25
Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Liverpool stefnir ekki á að leggja fram kauptilboð í Marc Guéhi, fyrirliða Crystal Palace, í janúar. Þó standi til að fá leikmanninn til Bítlaborgarinnar. Enski boltinn 9. september 2025 11:49
Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Serbneska knattspyrnusambandið biðlar til stuðningsmanna landsliðsins að haga sér almennilega í leiknum gegn Englandi í kvöld, annað gæti haft með sér slæmar afleiðingar. Fótbolti 9. september 2025 11:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti