Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bayern með tilboð í Kane

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland

Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United kallar eftir þver-evrópsku launþaki

Francesca Whitfield, verkefnastjóri hjá Manchester United, hefur kallað eftir því að þver-evrópskt launaþak verði sett á í kvennaknattspyrnu til að jafna stöðu liða og koma í veg fyrir að titlar verði unnir í krafti fjárhagsstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Neil Warnock stal senunni á Glastonbury

Neil Warnock, hinn 74 ára knattspyrnustjóri Huddersfield, stal senunni á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Hann var að vísu ekki á meðal gesta en íhugar nú að mæta að ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 0-0 | Markalaust í Hafnarfirði

FH og Þróttur gerðu markalaust jafntefli á Kaplakrikavelli. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun þar sem FH hélt betur í boltann en Þróttur fékk hættulegri færi. Það gerðist lítið sem ekkert í síðari hálfleik en þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir fékk Shaina dauðafæri en Íris Dögg varði frábærlega frá henni. 

Fótbolti
Fréttamynd

Craig Brown látinn 82 ára að aldri

Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri.  Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United reyna aftur við Rabiot

Leit Manchester United að liðstyrk á miðjuna heldur áfram en liðið hefur gert Adrien Rabiot, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Rabiot er að renna út um mánaðarmótin og Juventus fá þá ekki evru fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Weah aftur í Seríu A

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava áfram út í kuldanum í New York

Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir var ónotaður varamaður í fimmta leiknum í röð þegar Gotham FC vann 2-1 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér fannst tíminn ekkert líða“

Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Michael Olise hetja franska liðsins

Michael Olise skoraði sigurmark Frakklands þegar liðið lagði Noreg að velli með einu marki gegn engu í riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta karla skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. 

Fótbolti
Fréttamynd

Morg­an Gibbs-White lagði upp bæði mörk Englands

Morg­an Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, lagði upp bæði mörk enska karlalandsliðsins í fótbolta þegar liðið fór með 2-0 sigur af hólmi á móti Ísrael í riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta karla sem fram fer í Georgíu þessa dagana. 

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.

Enski boltinn