Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Eiður Aron riftir við Vestra

Eiður Aron Sigurbjörnsson er samkvæmt heimildum Fótbolti.net með lausan samning eftir að hafa rift samningi sínum við Vestra eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lauk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sonur Dag­nýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United

Brynjar Atli Ómarsson, sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs West Ham United, leiddi fyrirliða karlaliðs félagsins inn á fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. West Ham vann leikinn og daginn eftir var knattspyrnustjóri United, Erik ten Hag, svo rekinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sporting stað­festir á­huga United á Amorim

Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“

„Ég hef náð öllu því sem ég vildi úr ferlinum," segir ný­krýndi Ís­lands­meistarinn með Breiða­bliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Íslandsmeistaraliðinu. Arnór er sáttur í eigin skinni með ákvörðunina og reiðubúinn til þess að gefa allt sem hann á í nýja starfið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla besti miðvörður í heimi

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu en úrslitin voru kunngjörð í gær. Það er líka hægt að líta á niðurstöðuna á annan hátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Arteta líkari Mourin­ho en Guar­diola

Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rodri bestur í heimi 2024

Spænski miðjumaðurinn Rodri hlýtur Gullboltans árið 2024. Það þýðir að hann er besti leikmaður í heimi að mati franska tímaritsins France Football. Það hefur verðlaunað besta knattspyrnumanns heims ár hvert frá árinu 1956.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madríd og Barcelona lið ársins

Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti.

Fótbolti
Fréttamynd

Yamal besti ungi leik­maður heims

Evrópumeistarinn Lamine Yamal vann í kvöld Kopa-verðlaunin sem eru hluti af verðlaunahátíðinni þegar Gullboltinn er tilkynntur. Verðlaunin hlýtur besti leikmaður heims undir 21 árs aldri.

Fótbolti
Fréttamynd

Gló­dís Perla í 22. sæti yfir bestu leik­menn heims

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, er 22. besta knattspyrnukona heims samkvæmt franska tímaritinu France Football. Tímaritið hefur veitt Gullboltann í kvennaflokki frá árinu 2018.

Fótbolti
Fréttamynd

Túfa stýrir Val á næsta tíma­bili

Engar þjálfara­breytingar munu eiga sér stað hjá karla­liði Vals í fót­bolta milli tíma­bila. Sr­djan Tufegdzic, sem tók við þjálfara­stöðunni á Hlíðar­enda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétars­syni hafði verið sagt upp störfum, verður á­fram þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn