Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Guð­rún kveður Rosengård

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er á tímamótum því hún tilkynnti í morgun að hún væri að yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“

Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð 9-0 samanlagt.

Sport
Fréttamynd

Jota í frægðar­höll Úlfanna

Wolverhampton Wanderers hafa ákveðið að heiðra minningu Diogo Jota með því að bæta leikmanninum heitna í frægðarhöll félagsins en Jota hóf feril sinn á Englandi með Úlfunum 2017.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­tján ára norskt undra­barn til City

Manchester City hefur gengið frá kaupum á hinum 18 ára Sverre Nypan frá Rosenborg en kaupverðið er 15 milljónir evra og er hann því langverðmætasti leikmaður í sögu norska félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum með betri menn í öllum stöðum“

Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Páll að­stoðar Einar

Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“

Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær.

Fótbolti
Fréttamynd

Yamal tekur ó­hræddur við tíunni

Lamine Yamal mun spila í treyju númer tíu hjá Barcelona á komandi tímabili en margar af stærstu stjörnum Barcelona hafa spilað með númerið á bakinu í gegnum árin.

Fótbolti
Fréttamynd

Biðin eftir Meistara­völlum styttist um einn dag

Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár.

Fótbolti