Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Áfram kyrrsett

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán létust í flugslysi í Íran

Fimmtán fórust er flutningavél brotlenti á flugvellinum í Karaj-borg í Íran í morgun. Flugvélin virðist hafa farið út af flugbrautinni áður en hún fór í gegnum vegg sem aðskilur flugvöllinn og aðliggjandi íbúðarhverfi

Erlent
Fréttamynd

Svarti kassinn fundinn

Stjórnvöld í Indónesíu tilkynntu í nótt að svarti kassinn svokallaði úr farþegaþotu Lion Air sem fórst undan ströndum Jakarta í október er fundinn.

Erlent
Fréttamynd

WOW air sér fram á tug­prósenta far­þega­fækkun

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, áætlar að flugfélag sitt muni flytja rúmlega 2 milljón farþega til á þriðja tug áfangastaða árið 2019. Er það umtalsverð fækkun frá nýliðnu ári þegar WOW Air flutti um 3,5 milljónir farþega, mesta fjölda í rúmlega 6 ára sögu flugfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrúfuþota Ernis kyrrsett

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar.

Innlent
Fréttamynd

Tjón að missa út nýju þotuna

Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin.

Innlent
Fréttamynd

Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar

Tveir mjaldrar verða fluttir í vor frá Sjanghaí með Boeing 747 þotu Cargolux til Íslands. Þeir fá athvarf í Vestmannaeyjum. Dýraverndunarsinnar vonast til að þetta verði hvatning til þess að fleiri fangaðir hvalir fái náttúrulegri heimkynni.

Innlent
Fréttamynd

Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg

Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp Alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent