Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2020 19:45 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir mikinn styrk felast í innviðum Icelandair sem mörg önnur flugfélög búi ekki yfir. Til að mynda ráði Icelandair yfir rúmlega fimmtíu prósent sölukerfis farmiða sinna. Vísir/Vilhelm Stjórn Icelandair stefnir að því ljúka samningum um aðkomu stjórnvalda að endurreisn félagsins fyrir miðjan næsta mánuð. Þá liggi staða fyrirhugaðra kaupa félagsins á tíu Max flugvélum sem Boeing á eftir að afhenda fyrir áður en hlutfjárútboð hefjist í lok júní. Fulltrúar á hluthafafundinum í dag voru með rúmlega áttatíu prósent hlutafjár á bakvið sig. Þeir samþykktu tillögu stjórnar um hlutafjárútboð samhljóða og án umræðu eftir kynningu forstjórans.Vísir/Vilhelm Vel var mætt á þennan sögulega hlutahafafund sem stóð á bakvið rúmlega áttatíu prósent hlutafjár í félaginu, sem afsalaði sér forkaupsrétti á nýju hlutafé upp á allt að 200 milljónir dollara. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að því að ljúka samningum við stjórnvöld áður en landið verir opnað á ný fyrir erlendum ferðamönnum. „Við erum í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, við lánadrottna okkar. Þannig að það eru margir þræðir í þessu verkefni sem við vinnum að. Markmiðið er að klára þá alla í rauninni fyrir 15. júní og hefja þá sölu hlutafjár,“ segir Bogi Nils. Reiknað sé með að henni verði lokið fyrir 2. júlí. Nú komi sér vel að eiga skuldlítin eldri flugflota sem kosti lítið að hafa verlefnalítinn. Boeing á eftir að afhenda Icelandair tíu Max flugvélar sem hafa verið í flugbanni í um ár. Niðurstaða í þeim málum eigi að liggja fyrir áður en hlutafjárútboð hefst. Bæði tíðni og áfangastaðir; mun þeim fækka um leið og þið komist af stað núna í sumar og jafnvel á næsta ári og þarnæsta? Mikið hefur mætt á forstjóranum og stjórn Icelandair undanfarna mánuði við að koma félaginu út úr þeirri kreppu sem kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Bogi Nils segist þrátt fyrir allt bjartsýnn á að samningar náist við flugfreyjur og þjóna.Vísir/Vilhelm „Leiðarkerfið verður byggt hægt upp. Þetta fer ekki allt í gang í einu. Markaðir munu opna á mismunandi tímum og með mismunandi hætti. Þannig að þetta mun gerast svona smám saman. En markmið okkar er og við höfum alla burði, alla innviði og sveigjanleika til að byggja leiðarkerfið upp aftur eins og það var þegar það var sem stærst,“ segir Bogi Nils. En stjórnin miði við að félagið geti lifað af verstu sviðsmynd um þróun farþegafjölda á næstu árum og nái ekki sama fjölda og í fyrra fyrr en árið 2024. „Við búum félagið undir að þetta geti tekið þennan tíma. En við erum alveg tilbúin til að gera þetta miklu hraðar. Allir innviðir eru til staðar til þess,“ segir forstjórinn. Mikil óvissa ríkir um opnun umheimsins fyrir ferðamönnum og gæti allt eins teygst úr einangrun markaðssvæða. „Við erum að sýna fram á að þótt þetta verði svona eins og þú ert að lýsa, að hlutirnir fari ekkert í gang fyrr en í byrjun næsta árs eða í mars á næsta ári, verði félagið samt álitlegur fjárfestingarkostur. Og ef þetta gerist fyrr er það í raun bónus fyrir fjárfesta,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórn Icelandair stefnir að því ljúka samningum um aðkomu stjórnvalda að endurreisn félagsins fyrir miðjan næsta mánuð. Þá liggi staða fyrirhugaðra kaupa félagsins á tíu Max flugvélum sem Boeing á eftir að afhenda fyrir áður en hlutfjárútboð hefjist í lok júní. Fulltrúar á hluthafafundinum í dag voru með rúmlega áttatíu prósent hlutafjár á bakvið sig. Þeir samþykktu tillögu stjórnar um hlutafjárútboð samhljóða og án umræðu eftir kynningu forstjórans.Vísir/Vilhelm Vel var mætt á þennan sögulega hlutahafafund sem stóð á bakvið rúmlega áttatíu prósent hlutafjár í félaginu, sem afsalaði sér forkaupsrétti á nýju hlutafé upp á allt að 200 milljónir dollara. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að því að ljúka samningum við stjórnvöld áður en landið verir opnað á ný fyrir erlendum ferðamönnum. „Við erum í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, við lánadrottna okkar. Þannig að það eru margir þræðir í þessu verkefni sem við vinnum að. Markmiðið er að klára þá alla í rauninni fyrir 15. júní og hefja þá sölu hlutafjár,“ segir Bogi Nils. Reiknað sé með að henni verði lokið fyrir 2. júlí. Nú komi sér vel að eiga skuldlítin eldri flugflota sem kosti lítið að hafa verlefnalítinn. Boeing á eftir að afhenda Icelandair tíu Max flugvélar sem hafa verið í flugbanni í um ár. Niðurstaða í þeim málum eigi að liggja fyrir áður en hlutafjárútboð hefst. Bæði tíðni og áfangastaðir; mun þeim fækka um leið og þið komist af stað núna í sumar og jafnvel á næsta ári og þarnæsta? Mikið hefur mætt á forstjóranum og stjórn Icelandair undanfarna mánuði við að koma félaginu út úr þeirri kreppu sem kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Bogi Nils segist þrátt fyrir allt bjartsýnn á að samningar náist við flugfreyjur og þjóna.Vísir/Vilhelm „Leiðarkerfið verður byggt hægt upp. Þetta fer ekki allt í gang í einu. Markaðir munu opna á mismunandi tímum og með mismunandi hætti. Þannig að þetta mun gerast svona smám saman. En markmið okkar er og við höfum alla burði, alla innviði og sveigjanleika til að byggja leiðarkerfið upp aftur eins og það var þegar það var sem stærst,“ segir Bogi Nils. En stjórnin miði við að félagið geti lifað af verstu sviðsmynd um þróun farþegafjölda á næstu árum og nái ekki sama fjölda og í fyrra fyrr en árið 2024. „Við búum félagið undir að þetta geti tekið þennan tíma. En við erum alveg tilbúin til að gera þetta miklu hraðar. Allir innviðir eru til staðar til þess,“ segir forstjórinn. Mikil óvissa ríkir um opnun umheimsins fyrir ferðamönnum og gæti allt eins teygst úr einangrun markaðssvæða. „Við erum að sýna fram á að þótt þetta verði svona eins og þú ert að lýsa, að hlutirnir fari ekkert í gang fyrr en í byrjun næsta árs eða í mars á næsta ári, verði félagið samt álitlegur fjárfestingarkostur. Og ef þetta gerist fyrr er það í raun bónus fyrir fjárfesta,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00
Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent