Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Fuerteventura komin á fluglista PLAY

Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ekki spurning. Jesús minn, já“

Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm.

Innlent
Fréttamynd

Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana

Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.

Innlent
Fréttamynd

Boeing í basli með Starliner

Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Innlent
Fréttamynd

Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík

Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið skoðar niður­greiðslu á Húsa­víkur­flugi

Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Innlent
Fréttamynd

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent