Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Innlent 13. nóvember 2022 20:23
Úthlutað úr sjóði Vildarbarna í 34. sinn Sextíu manns hlutu styrk úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Um er að ræða ellefu börn og fjölskyldur þeirra. Þetta er 34. úthlutun sjóðsins. Lífið 13. nóvember 2022 17:01
Sýningarflugvélar skullu saman í lofti Talið er að sex manns hafi verið um borð í tveimur gömlum herflugvélum sem skullu saman í lofti á hersýningu í Dallas í Bandaríkjunum í dag. Erlent 12. nóvember 2022 23:06
Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Innlent 12. nóvember 2022 20:31
Lést á flugvellinum þar sem hann dvaldi í átján ár Mehran Karimi Nasseri, Íraninn sem dvaldi á Charles De Gaulle flugvellinum í París í átján ár er látinn. Hann lést á flugvellinum eftir að hafa snúið aftur þangað fyrir skömmu. Saga Nasseris varð kveikjan að kvikmyndinni vinsælu The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki. Erlent 12. nóvember 2022 19:19
Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Innlent 12. nóvember 2022 16:32
Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. Innlent 12. nóvember 2022 10:38
Nokkur fjöldi í haldi lögreglu á flugvellinum grunaður um tengsl við glæpasamtök Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar meðlimir vélahjólaklúbba komu til landsins. Nokkur fjöldi sem talinn er tengjast slíkum klúbbum er í haldi lögreglu á flugstöðinni á meðan er til skoðunar hvort eigi að hleypa þeim inn í landið eða vísa þeim á brott. Innlent 11. nóvember 2022 22:57
Jólagjöf sem safnar ekki ryki „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Samstarf 11. nóvember 2022 14:28
Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Innlent 11. nóvember 2022 11:29
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. Innherji 11. nóvember 2022 09:28
Flestar brottfarir í október voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 159 þúsund í nýliðnum október samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta októbermánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í ár voru 80% af því sem þær voru í októbermánuði 2018 eða þegar mest var. Innlent 10. nóvember 2022 09:52
Icelandair flýgur til Prag og Barcelona Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi. Viðskipti innlent 9. nóvember 2022 09:27
Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 19:56
Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:11
92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 15:32
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 10:01
Nítján létust í flugslysinu Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir. Erlent 6. nóvember 2022 21:03
Brotlenti í stærsta vatni Afríku Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum. Erlent 6. nóvember 2022 11:08
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Erlent 6. nóvember 2022 10:10
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. Erlent 6. nóvember 2022 08:43
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 08:30
Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru en nokkru sinni áður Þrátt fyrir að ferðaþjónustuárið hafi farið hægt af stað í kjölfar afléttinga takmarkana heimsfaraldursins víða um heim, er margt sem bendir til þess að velta í ferðaþjónustu gæti náð óþekktum hæðum á árinu 2022. Innherji 4. nóvember 2022 07:30
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 19:31
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. Innlent 3. nóvember 2022 17:30
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 11:56
Icelandair hækkar en erlendir keppinautar lækka Hlutabréfaverð fjölda erlendra flugfélaga hefur lækkað skarpt á einu ári. Þrátt fyrir það hefur Icelandair hækkað lítillega á sama tíma. Viðskiptalíkan Icelandair byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku, en sjóðstjóri segir að af þeim sökum sé rekstur flugfélagsins ekki eins berskjaldaður fyrir verri efnahagshorfum í Evrópu og önnur flugfélög. Innherji 3. nóvember 2022 07:00
Jakobsson verðmetur Icelandair 42 prósentum yfir markaðsgengi Jakobsson Capital verðmetur Icelandair 42 prósent yfir markaðsgengi eða á 2,59 krónur á hlut. Á fjórða ársfjórðungi ársins verður afkastageta Icelandair 98 prósent af því sem hún var 2019 fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. „Flugvélin er á réttri flugbraut,“ segir greinandi. Innherji 2. nóvember 2022 16:00
Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. Innlent 2. nóvember 2022 14:12
Rosalegur lúxus í einkaþotu Icelandair Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk. Lífið 31. október 2022 23:53