Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Árni Sæberg og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. mars 2024 21:36 Mál fólksins gegn ítalska flugfélaginu Neos var kveðið upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn. Getty Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 28. febrúar og birtur í dag, segir að endanlegar aðalkröfur fólksins hafi verið að flugfélagið Neos greiddi því 56.452 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum hvoru um sig, í báðum tilvikum að frádregnum 58.444 krónum, sem félagið greiddi fólkinu þann 24. janúar þessa árs. Tildrög máls séu þau að þann 26. febrúar 2022 hafi fólkið átt bókað flug með félaginu frá Verona Villafranca flugvelli á Ítalíu til Keflavíkur. Flugið hafi tafist um rúmlega átta klukkustundir og mál þetta varði kröfur þeirra um staðlaðar skaðabætur vegna slíkra tafa. Fylltu ekki út staðlað form Í niðurstöðukafla dómsins er gerð grein fyrir skriflegum samskiptum málsaðila í framhaldi af kröfubréfum parsins til félagsins, dagsettum 4. mars 2022. Af þeim samskiptum verði ekki annað ráðið en að greiðsluskylda félagsins á umkröfðum skaðabótum hafi í báðum tilvikum frá upphafi verið óumdeild. Félagið hafi hins vegar óskað eftir því að parið fyllti út tiltekið staðlað form kröfu og létu í té upplýsingar um bankareikninga sína og sendu félaginu ásamt afriti af persónuskilríkjum eða sendu því umboð þeirra til þess lögmanns sem kröfubréfin ritaði, Ómars R. Valdimarssonar. Þá hafi félagið ítrekað í tvígang að það gæti ekki greitt umkrafðar bætur inn á bankareikning þriðja aðila. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson rekur vefsíðuna Flugbætur.is og var lögmaður stefnenda í málinu.Vísir/Vilhelm Við þessum beiðnum hafi ekki verið brugðist af hálfu fólksins að öðru leyti en að því var svarað til að lögmannsstofan fyllti ekki út slík form kröfu og að upplýsingar um fjárvörslureikning lögmannsstofu hans væri að finna í upphaflegum kröfubréfum. Þannig hafi fólkið hvorki látið í té upplýsingar um bankareikninga sína né heldur umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd og þar með ekki þær upplýsingar sem félaginu voru nauðsynlegar svo það gæti efnt óumdeilda greiðsluskyldu sína. Féllust ekki á að krafa félagsins firrti fólkið ábyrgð Að mati dómsins standi hvorki 11. grein reglugerðar nr. 1048/2012 né greinar hennar í vegi þess að flugfélagið geri það að skilyrði bótagreiðslna að farþegar láti annað hvort í té. Greiðsla væri ella innt af hendi á eigin áhættu flugrekandans og engin trygging fyrir því að hann losnaði við það undan greiðsluskyldu sinni. Þá féllst dómurinn ekki á það að krafa flugfélagsins um að fólkið fyllti út form kröfu firrti þau ábyrgð að þessu leyti. Fólkinu hefði verið í lófa lagið að skýra fyrir flugfélaginu að þau væru ekki reiðubúin að undirgangast þá skilmála sem það fól í sér en láta annað hvort upplýsingar um bankareikninga sína eða umboð þeirra til lögmanns síns í té svo félagið ætti þess kost að efna skyldu sína. Þess í stað hafi fólkið kosið að svara fyrra tölvubréfi félagsins á þann veg sem áður greinir og því síðara alls ekki. Þegar litið sé til reglugerðar um rétt farþega til skaðabóta innan samninga vegna tjóns sem stafar af vanefnd flugrekanda á samningsskyldum sínum sé ljóst að það hvíli gagnkvæm tillitsskylda í samningssambandi hvors stefnanda um sig við félagið. Af því leiði að á fólkinu hvíldi bæði skylda til að létta félaginu efndir krafna þeirra og skylda til að gera sanngjarnar ráðstafanir til að takmarka tjón sitt. Félagið sýknað af kröfum og fólkið borgar brúsann Dómurinn féllst á með flugfélaginu að efndir krafna fólksins hafi ekki farið fram vegna atvika sem þau varða. Þar með hafi um viðtökudrátt af hálfu fólksins verið að ræða allt þar til þau lögðu fram umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd í þinghaldi í þessu máli 15. janúar 2024. Dómurinn féllst ekki á með fólkinu að félagið hefði þurft að fullnægja greiðsluskyldu sinni með því að greiða umkrafðar bætur inn á geymslureikning til að koma í veg fyrir að þau gætu krafist dráttarvaxta af bótakröfum sínum. Þvert á móti sé litið svo á að ef efndir fara ekki fram vegna viðtökudráttar hafi krafa ekki verið vanefnd og af þeim sökum geti fólkið ekki beitt vanefndaúrræðum gagnvart flugfélaginu. Samkvæmt framangreindu hafi flugfélagið leyst að hluta af hendi þær skyldur sem það er aðallega krafið um í málinu og ekki sé fallist á aðalkröfur fólksins að öðru leyti. Félagið sé því sýknað af aðalkröfum fólksins og því einnig af vara-og þrautavarakröfum. Að virtum úrslitum málsins verði fólkinu gert að greiða félaginu málskostnað sem þyki, í ljósi umfangs málsins og meðferðar þess fyrir dómi, hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Þá séu að mati dómsins ekki uppfyllt skilyrði til þess að ákveða álag á málskostnað eða til að dæma umboðsmann fólksins til að greiða stefnda málskostnað. Auk málskostnaðar mun fólkið væntanlega bera eigin lögmannskostnað sem liggur ekki fyrir. Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 28. febrúar og birtur í dag, segir að endanlegar aðalkröfur fólksins hafi verið að flugfélagið Neos greiddi því 56.452 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum hvoru um sig, í báðum tilvikum að frádregnum 58.444 krónum, sem félagið greiddi fólkinu þann 24. janúar þessa árs. Tildrög máls séu þau að þann 26. febrúar 2022 hafi fólkið átt bókað flug með félaginu frá Verona Villafranca flugvelli á Ítalíu til Keflavíkur. Flugið hafi tafist um rúmlega átta klukkustundir og mál þetta varði kröfur þeirra um staðlaðar skaðabætur vegna slíkra tafa. Fylltu ekki út staðlað form Í niðurstöðukafla dómsins er gerð grein fyrir skriflegum samskiptum málsaðila í framhaldi af kröfubréfum parsins til félagsins, dagsettum 4. mars 2022. Af þeim samskiptum verði ekki annað ráðið en að greiðsluskylda félagsins á umkröfðum skaðabótum hafi í báðum tilvikum frá upphafi verið óumdeild. Félagið hafi hins vegar óskað eftir því að parið fyllti út tiltekið staðlað form kröfu og létu í té upplýsingar um bankareikninga sína og sendu félaginu ásamt afriti af persónuskilríkjum eða sendu því umboð þeirra til þess lögmanns sem kröfubréfin ritaði, Ómars R. Valdimarssonar. Þá hafi félagið ítrekað í tvígang að það gæti ekki greitt umkrafðar bætur inn á bankareikning þriðja aðila. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson rekur vefsíðuna Flugbætur.is og var lögmaður stefnenda í málinu.Vísir/Vilhelm Við þessum beiðnum hafi ekki verið brugðist af hálfu fólksins að öðru leyti en að því var svarað til að lögmannsstofan fyllti ekki út slík form kröfu og að upplýsingar um fjárvörslureikning lögmannsstofu hans væri að finna í upphaflegum kröfubréfum. Þannig hafi fólkið hvorki látið í té upplýsingar um bankareikninga sína né heldur umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd og þar með ekki þær upplýsingar sem félaginu voru nauðsynlegar svo það gæti efnt óumdeilda greiðsluskyldu sína. Féllust ekki á að krafa félagsins firrti fólkið ábyrgð Að mati dómsins standi hvorki 11. grein reglugerðar nr. 1048/2012 né greinar hennar í vegi þess að flugfélagið geri það að skilyrði bótagreiðslna að farþegar láti annað hvort í té. Greiðsla væri ella innt af hendi á eigin áhættu flugrekandans og engin trygging fyrir því að hann losnaði við það undan greiðsluskyldu sinni. Þá féllst dómurinn ekki á það að krafa flugfélagsins um að fólkið fyllti út form kröfu firrti þau ábyrgð að þessu leyti. Fólkinu hefði verið í lófa lagið að skýra fyrir flugfélaginu að þau væru ekki reiðubúin að undirgangast þá skilmála sem það fól í sér en láta annað hvort upplýsingar um bankareikninga sína eða umboð þeirra til lögmanns síns í té svo félagið ætti þess kost að efna skyldu sína. Þess í stað hafi fólkið kosið að svara fyrra tölvubréfi félagsins á þann veg sem áður greinir og því síðara alls ekki. Þegar litið sé til reglugerðar um rétt farþega til skaðabóta innan samninga vegna tjóns sem stafar af vanefnd flugrekanda á samningsskyldum sínum sé ljóst að það hvíli gagnkvæm tillitsskylda í samningssambandi hvors stefnanda um sig við félagið. Af því leiði að á fólkinu hvíldi bæði skylda til að létta félaginu efndir krafna þeirra og skylda til að gera sanngjarnar ráðstafanir til að takmarka tjón sitt. Félagið sýknað af kröfum og fólkið borgar brúsann Dómurinn féllst á með flugfélaginu að efndir krafna fólksins hafi ekki farið fram vegna atvika sem þau varða. Þar með hafi um viðtökudrátt af hálfu fólksins verið að ræða allt þar til þau lögðu fram umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd í þinghaldi í þessu máli 15. janúar 2024. Dómurinn féllst ekki á með fólkinu að félagið hefði þurft að fullnægja greiðsluskyldu sinni með því að greiða umkrafðar bætur inn á geymslureikning til að koma í veg fyrir að þau gætu krafist dráttarvaxta af bótakröfum sínum. Þvert á móti sé litið svo á að ef efndir fara ekki fram vegna viðtökudráttar hafi krafa ekki verið vanefnd og af þeim sökum geti fólkið ekki beitt vanefndaúrræðum gagnvart flugfélaginu. Samkvæmt framangreindu hafi flugfélagið leyst að hluta af hendi þær skyldur sem það er aðallega krafið um í málinu og ekki sé fallist á aðalkröfur fólksins að öðru leyti. Félagið sé því sýknað af aðalkröfum fólksins og því einnig af vara-og þrautavarakröfum. Að virtum úrslitum málsins verði fólkinu gert að greiða félaginu málskostnað sem þyki, í ljósi umfangs málsins og meðferðar þess fyrir dómi, hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Þá séu að mati dómsins ekki uppfyllt skilyrði til þess að ákveða álag á málskostnað eða til að dæma umboðsmann fólksins til að greiða stefnda málskostnað. Auk málskostnaðar mun fólkið væntanlega bera eigin lögmannskostnað sem liggur ekki fyrir.
Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira