Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Sport 22. september 2021 19:30
Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri. Sport 15. september 2021 13:01
Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. Sport 15. september 2021 11:31
Breska boðhlaupssveitin við það að missa Ólympíusilfrið Fljótlega eftir Ólypíuleikana var greint frá því að CJ Ujah, einn afmeðlimum bresku boðhlaupssveitarinnar, hefði verið settur í bann á meðan að rannsókn á lyfjamisnotkun færi fram. Nú hefur annað sýni greinst jákvætt og því er sveitin við það að missa silfurverðlaun sín ú 4x100 metra spretthlaupi. Sport 14. september 2021 23:01
Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Sport 9. september 2021 14:31
Fékk bónorð á hlaupabrautinni Keula Nidreia Pereira Semedo frá Grænhöfðaeyjum komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hún fékk hins vegar bónorð strax eftir hlaupið í undanrásunum. Sport 2. september 2021 14:30
Ólympíuleikarnir og aðstaða frjálsíþróttafólks í Reykjavík Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Skoðun 2. september 2021 12:02
Bergrún áttunda í langstökki Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hafnaði í 8. sæti í langstökki í flokki T37 á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í dag. Sport 29. ágúst 2021 11:34
Bergrún stórbætti eigið Íslandsmet í Tókýó Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi er hún keppti í flokki F37, hreyfihamlaðra, á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í dag. Hún lenti í sjöunda sæti í greininni. Sport 28. ágúst 2021 12:16
Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson bætti eigið Íslandsmet í 400 metra hlaupi er hann keppti í flokki blindra á Ólympíumóti fatlaðra ásamt meðhlaupara sínum Helga Björnssyni. Sport 28. ágúst 2021 09:01
Fraser-Pryce hljóp á þriðja besta tíma sögunnar Jamaíska spretthlaupakonan Shelly-Ann Fraser-Pryce hljóp í gær hundrað metra spretthlaup á þriðja besta tíma sögunnar á Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum þegar hún kom í mark á 10,60 sekúndum. Sport 27. ágúst 2021 08:00
Elísabet varð fjórða í Nairóbi Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð fjórða í sleggjukasti á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum fyrir 20 ára og yngri sem fram fer í Nairóbi í Kenýa. Hún var aðeins hálfum metra frá eigin Íslandsmeti. Sport 22. ágúst 2021 09:29
Elísabet Rut komst í úrslit á HM U20 í Kenía Elísabet Rut Rúnarsdóttir tryggði sér í morgun sæti í úrslitum í sleggjukasti á heimsmeistaramóti tuttugu ára og yngri sem fer fram þessa dagana. Sport 20. ágúst 2021 09:26
Sha'Carri ekki í vinaleit þegar hún keppir við Ólympíumeistarann um helgina Bandaríska frjálsíþróttakonan Sha’Carri Richardson er farin að kynda vel upp fyrir athyglisvert spretthlaup sem fer fram um helgina. Sport 19. ágúst 2021 12:30
Safnaði fyrir aðgerð lítils barns með því að bjóða upp Ólympíusilfrið sitt Pólski spjótkastarinn Maria Andrejczyk vann silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum en hún var tilbúin að láta frá sér silfrið sitt aðeins nokkrum vikum síðar. Sport 18. ágúst 2021 12:00
Útilokuð frá Ólympíuleikunum en fær nú að keppa við Ólympíumeistarann Heimurinn fékk ekki að sjá fljótustu bandarísku konuna hlaupa á Ólympíuleikunum í Tókýó en það verður bætt úr því á Prefontaine Classic mótinu. Sport 16. ágúst 2021 15:01
Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Sport 16. ágúst 2021 08:01
Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Sport 13. ágúst 2021 10:31
Rannsaka lyfjamisnotkun bresks spretthlaupara og Ólympíusilfrið í hættu Breski spretthlauparinn CJ Ujah hefur verið dæmdur í keppnisbann fyrir meinta lyfjamisnotkun. Ujah var hluti af breska liðinu sem vann til silfurverðlauna í 4x100 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum, en verðlaunin gætu nú verið í hættu. Sport 13. ágúst 2021 09:31
Sakaður um óíþróttamannslega framkomu á Ólympíuleikunum Henti öllum vatnsflöskunum í jörðina og tók síðustu flöskuna sjálfur. Óheppni? Ekki að mati netverja sem hafa látið einn Ólympíufara heyra það. Sport 9. ágúst 2021 10:00
FH þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum FH varð í dag þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum þegar liðið vann karlaflokk, kvennaflokk og samanlagða keppni. ÍR-ingar þurftu að sætta sig við annað sæti í öllum flokkum. Sport 7. ágúst 2021 20:30
Fyrsti Indverjinn til að vinna til verðlauna í frjálsum í 121 ár Indverjinn Neeraj Chopra varð í dag fyrsti Indverjinn í sögunni til að vinna til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum. Hann fagnaði sigri í spjótkasti karla eftir kast upp á 87,58 metra. Sport 7. ágúst 2021 17:01
Norðmaðurinn ungi setti Evrópu- og Ólympíumet er hann hlaut gull Hinn tvítugi Jakob Ingebrigtsen hlaut í dag gull í 1500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var aðeins tveimur sekúndum frá heimsmeti en bætti bæði Evrópu- og Ólympíumet með frábæru hlaupi. Sport 7. ágúst 2021 12:30
Hlynur bætir enn eitt Íslandsmetið Hlauparinn Hlynur Andrésson sló í gærkvöld eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í Jessheim í Noregi. Hlynur kom í mark á 7:54,72 mínútum. Sport 7. ágúst 2021 09:01
Unnu Ólympíugullið í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó Pólverjinn Dawid Tomala er líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 kílómetra göngu á Ólympíuleikum en hann vann hana á leikunum í Tókýó í nótt. Antonella Palmisano frá Ítalíu vann 20 kílómetra göngu kvenna. Sport 6. ágúst 2021 15:31
Nýtt nafn en aftur Ólympíugull hjá Miller-Uibo og Allyson Felix setti met Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum og Faith Kipyegon frá Kenía unnu báðar gullverðlaun á öðrum Ólympíuleikunum í röð á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Allyson Felix vann líka sín tíundu verðlaun á Ólympíuleikum sem er met. Sport 6. ágúst 2021 13:07
Warner fór yfir níu þúsund stigin í metþraut og Thiam vann aftur gullið Kanadamaðurinn Damian Warner varð Ólympíumeistari í tugþraut og Nafissatou Thiam frá Belgíu vann sjöþrautina þegar þrautirnar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó kláruðust í dag. Sport 5. ágúst 2021 13:11
Bronsverðlaunahafi hætti að taka þunglyndislyf nokkrum mánuðum fyrir ÓL Noah Lyles, sem vann brons í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó, hefur glímt við þunglyndi og var sérstaklega illa haldinn í kórónuveirufaraldrinum. Sport 5. ágúst 2021 12:00
„Afi, við náðum þessu“ Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér Ólympíugull í kúluvarpi karla með því að setja nýtta Ólympíumet. Hann fagnaði gullinu sínu líka með sérstökum hætti. Sport 5. ágúst 2021 08:30
Sagði frammistöðu bandarísku boðhlaupssveitarinnar vandræðalega lélega Bandaríkin komust ekki í úrslit í 4x100 boðhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíugoðsögnin Carl Lewis sagði frammistöðu bandarísku sveitarinnar vandræðalega lélega. Sport 5. ágúst 2021 07:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti