Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. Handbolti 23. mars 2022 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. Handbolti 23. mars 2022 22:15
„Erum með hörkulið og eigum ekki að tapa fyrir Fram með sex mörkum“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með sex marka tap gegn Fram í Safarmýrinni. Handbolti 23. mars 2022 22:05
Ásbjörn eftir merkan áfanga og góðan sigur: Þetta er viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár Ásbjörn Friðiriksson leikmaður FH, náði þeim merka áfanga að verða markahæsti leikmaður Olís-deildar karla frá upphafi í kvöld er FH mætti Val í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann hefur nú skorað 1412 mörk í Olís-deildinni. Handbolti 23. mars 2022 21:45
„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. Handbolti 23. mars 2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 27-30 | Sterkur sigur gestanna og heimamenn ekki unnið deildarleik á árinu Átjánda umferð Olís-deildar karla í handbolta hófst í kvöld eftir u.þ.b. tveggja vikna hlé á deildarkeppninni. Í Garðabæ mætti Grótta í heimsókn og lék gegn heimamönnum í Stjörnunni. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Gróttu, en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri. Handbolti 23. mars 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22. Handbolti 23. mars 2022 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 23-25 | Mikilvægur sigur Kópavogskvenna ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. Handbolti 23. mars 2022 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-32 | Eyjasigur á klaufskum Mosfellingum ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-32, í Mosfellsbænum í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi. Handbolti 23. mars 2022 20:42
„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 20:35
Einar Jónsson: Dómgæslan var brandari Fram tapaði afar mikilvægum heimaleik gegn KA 24-26. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum. Sport 23. mars 2022 20:05
Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 15:01
Hansen ber sig vel þrátt fyrir blóðtappann Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen hefur það ágætt þrátt fyrir að hafa fengið blóðtappa í lungun. Handbolti 23. mars 2022 12:01
Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. Handbolti 23. mars 2022 10:30
Hansen hefur leikið sinn seinasta leik fyrir PSG | Fékk blóðtappa í lungun Mikkel Hansen, einn af bestu handboltamönnum heims, hefur leikið sinn seinasta leik fyrir franska stórveldið PSG. Handbolti 22. mars 2022 21:31
Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21. Handbolti 22. mars 2022 20:58
Hefur miklar áhyggjur af systur sinni og kallar eftir breytingum Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að sex sinnum hafi þurft að pumpa lífi í systur sína í síðustu viku vegna ofneyslu. Nú liggi hún á geðdeild og bíði þess að lenda á götunni eftir tvo til þrjá daga. Systirin hafi fengið sömu slöku spil á hendi og hann sem barn en ólíkt honum ekki átt neina útgönguleið. Innlent 22. mars 2022 16:34
Íslendingar í efsta styrkleikaflokki og sleppa við sterkustu liðin Vegna árangurs karlalandsliðs Íslands í handbolta á Evrópumótinu í janúar er liðið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 31. mars. Handbolti 22. mars 2022 14:30
Seinni bylgjan ræðir ummæli Stefáns um Emma sé að flýja Ísland út af dómgæslu Þjálfari kvennaliðs Fram segir einn besta leikmann sinn og deildarinnar verða að yfirgefa íslensku Olís-deildina út af framkomu dómara við sig í vetur. Seinni bylgjan ræddi þessi ummæli Stefáns Arnarsonar. Handbolti 22. mars 2022 12:00
„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. Handbolti 22. mars 2022 10:01
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. Handbolti 21. mars 2022 10:01
Ísland mætir Austurríki í umspilinu fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Austurríki í umspilinu fyrir HM sem fram fer í janúar á næsta ári. Leikirnir munu fara fram í apríl. Handbolti 20. mars 2022 23:00
Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. Handbolti 20. mars 2022 16:38
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 34-26. Handbolti 20. mars 2022 15:55
Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30. Handbolti 20. mars 2022 14:00
Afturelding enn án stiga eftir stórt tap gegn Stjörnunni Stjarnan vann þægilegan níu marka sigur í Mosfellsbæ er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-35. Handbolti 19. mars 2022 18:01
Sunna eftir tap á Hlíðarenda: Þegar eitthvað virkar ekki þá brotnum við niður Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn Val í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 19. mars 2022 16:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygileg frammistaða Lovísu Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. Handbolti 19. mars 2022 15:30