Viðræður í höfn og Snorri stýrir strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 08:01 Snorri Steinn Guðjónsson tekur við landsliðinu eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Val. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og heldur því um stjórnartaumana þegar strákarnir okkar spila á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen.
Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira