Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Spán­verjar í úr­slit eftir sætan sigur á Dönum

Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni

Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már: Bjart­sýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag

Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði.

Handbolti
Fréttamynd

Aron ekki með gegn Noregi

Aron Pálmarsson missir af leik Íslands gegn Noregi um 5. sætið á EM í handbolta í Búdapest í dag. Aron meiddist í kálfa í sigrinum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag, eftir að hafa losnað úr vikulangri einangrun.

Handbolti
Fréttamynd

Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn

Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt

„Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök.

Handbolti