Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Strákarnir okkar fá að vita um verðandi andstæðinga á EM í dag

Í dag þegar dregið verður í Vín, höfuðborg Austurríkis, kemur í ljós í hvaða riðli Strákarnir okkar, íslenska karlalandsliðið í handbolta, verða á Evrópumótinu 2020. Mótið hefst þann 9. janúar næstkomandi og fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Er þetta ellefta lokakeppni Evrópumótsins í röð þar sem Ísland er meðal þátttakenda.

Handbolti
Fréttamynd

Finnst þetta vera gott skref

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann verður sjötti Íslendingurinn sem leikur með félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi semur við Magdeburg

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er búinn að semja við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg um að spila með liðinu frá og með næsta sumri.

Handbolti
Fréttamynd

Gummi um aldurinn á íslenska liðinu: „Þetta er einstakt í Evrópu“

Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði.

Handbolti