Valskonur ætla að verða fyrstar frá Íslandi til að komast í Evrópudeildina Íslandsmeistarar Vals ætla að reyna að komast í Evrópudeildina í handbolta, fyrst íslenskra kvennaliða. Valur varð Íslandsmeistari í nítjánda sinn eftir sigur á ÍBV, 3-0, í úrslitaeinvíginu í síðasta mánuði. Handbolti 13. júní 2023 17:01
Stefán tók erfiða ákvörðun í janúar en er spenntur fyrir næsta vetri Handboltaþjálfarinn Stefán Arnarson bíður spenntur eftir því að byrja að vinna með nýjum lærimeyjum sínum í Haukum eftir að hafa verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Handbolti 13. júní 2023 10:30
Kjóstu Gísla Þorgeir sem leikmann ársins í Þýskalandi Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilnefndur sem leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Neðar í fréttinni má finna hlekk þar sem hægt er að kjósa þennan íslenska miðjumanninn. Handbolti 12. júní 2023 18:00
Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Handbolti 12. júní 2023 12:00
Ágúst framlengir og gæti náð áratug með Val Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, hefur skrifað undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Handbolti 12. júní 2023 11:00
Guðni fagnaði með Grænlandi eftir gleðióp Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem samgleðjast Grænlendingum eftir að Grænland vann sig í gær inn á sjálft heimsmeistaramótið í handbolta kvenna. Handbolti 12. júní 2023 09:59
Gísli Þorgeir með stoðsendinga-sýningu í lokaleik tímabilsins Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta lauk í dag með þónokkrum leikjum. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í fimm marka sigri Magdeburg á Wetzlar á útivelli. Íslendingaliðinu tókst ekki að verja titil sinn og stóð Kiel uppi sem Þýskalandsmeistari að þessu sinni. Handbolti 11. júní 2023 16:30
„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“ „Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson. Handbolti 11. júní 2023 08:34
Viktor Gísli franskur bikarmeistari Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes urðu í kvöld franskir bikarmeistarar í handbolta eftir sex marka sigur á Montpellier, lokatölur 39-33. Handbolti 10. júní 2023 20:35
Lærisveinar Guðmundar nældu í brons | GOG danskur meistari eftir sigur á Aroni og Arnóri GOG varð í dag danskur meistari í handbolta eftir sigur á Aroni Pálmarssyni og félögum í Álaborg, lokatölur 37-33 GOG í vil. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia nældi í brons með góðum sigri á Skjern. Handbolti 10. júní 2023 15:45
Stefán Arnarson ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta Stefán Arnarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Hann mun stýra liðinu ásamt Díönu Guðjónsdóttur í Olís deild kvenna á komandi árum. Handbolti 10. júní 2023 13:07
Hanna fékk heiðursmerki HSÍ fyrir glæsilegan feril Hanna Guðrún Stefánsdóttir var heiðruð á lokahófi HSÍ fyrir langan og glæsilegan feril. Hún hlaut heiðursmerki HSÍ og er svo sannarlega vel að því komin. Handbolti 10. júní 2023 09:00
Bjarki Már varð ungverskur meistari í handbolta Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði sex mörk þegar Veszprem varð ungverskur meistari í handbolta í kvöld. Handbolti 9. júní 2023 21:58
„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“ „Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag. Handbolti 9. júní 2023 20:27
„Maður er bara í vinnu hérna og reynir að vinna hana nógu andskoti vel“ Hið nýríka Íslendingalið Kolstad varð í vikunni norskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason spilaði stór hlutverk fyrir liðið á tímabilinu og segist ekki velta sér of mikið upp úr sögu annarra nýríkra liða úr handboltaheiminum. Handbolti 9. júní 2023 16:00
Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Handbolti 9. júní 2023 11:27
„Ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu“ Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best og efnilegust á lokahófi HSÍ í gær. Hún ætlar að spila með Haukum á næsta tímabili og reyna síðan að komast í atvinnumennsku erlendis. Handbolti 9. júní 2023 10:30
Meistararnir djamm(m)óðir: „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin“ Rúnar Kárason segir að fögnuðurinn eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta hafi tekið sinn toll. Hann var valinn bestur og mikilvægastur á lokahófi HSÍ í gær. Handbolti 9. júní 2023 09:01
Guðjón Valur valinn þjálfari ársins í Þýskalandi Guðjón Valur Sigurðsson var í kvöld valinn þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Guðjón Valur hefur gert frábæra hluti með nýliða Gummersbach á tímabilinu. Handbolti 8. júní 2023 21:31
Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Handbolti 8. júní 2023 18:55
Óðinn Þór og Aðalsteinn meistarar í Sviss Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson urðu nú rétt áðan svissneskir meistarar í handknattleik með liði Kadetten Schaffhausen eftir sigur á Kriens í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi. Handbolti 8. júní 2023 17:54
Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Handbolti 8. júní 2023 16:49
Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason. Handbolti 8. júní 2023 12:27
Kiel með níu fingur á titlinum eftir stórsigur Kiel er komið með níu fingur á þýska meistaratitilinn í handknattleik eftir stórsigur á Wetzlar í kvöld. Kiel gæti orðið meistari á morgun ef Magdeburg vinnur ekki sigur í sínum leik. Handbolti 7. júní 2023 18:47
Janus Daði og Sigvaldi Björn Noregsmeistarar eftir spennuleik Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson urðu í kvöld Noregsmeistarar í handknattleik eftir sigur á Elverum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Handbolti 7. júní 2023 18:05
Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum. Handbolti 7. júní 2023 15:00
Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Handbolti 7. júní 2023 09:01
Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Handbolti 6. júní 2023 23:01
Donni frábær gegn meistaraliði PSG | Íslensku markverðirnir mættust Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti frábæran leik þegar Aix tapaði naumlega fyrir meistaraliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá mættust markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Grétar Ari Gunnarsson. Handbolti 6. júní 2023 21:00
Óskar Bjarni tekur við Val í þriðja sinn Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Hann tekur við starfinu af nýráðnum landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. Handbolti 6. júní 2023 10:12