Fékk hjálp úr óvæntri átt í miðjum skilnaði Leikkonan Natalie Portman skildi við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied í mars á þessu ári. Hún segir að tónlistar- og athafnakonan Rihanna hafi hjálpað henni í skilnaðinum þegar þær hittust í upphafi árs. Lífið 16. júlí 2024 12:06
Lengi lifir í gömlum glæðum Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Lífið 16. júlí 2024 09:52
Tobey Maguire er á landinu Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2024 18:13
Richard Simmons látinn Bandaríski líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 22:22
Shannen Doherty látin Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 13:23
Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna. Lífið 12. júlí 2024 11:48
Shelley Duvall látin Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall. Lífið 11. júlí 2024 15:43
Gítarleikari Chili Peppers kærður fyrir að verða manni að bana Josh Klinghoffer, fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokkhljómsvetiarinnar Red Hot Chili Peppers, hefur verið kærður fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og valda honum dauða. Erlent 11. júlí 2024 08:04
Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Erlent 11. júlí 2024 07:48
Margot Robbie ólétt Ástralska leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með kvikmyndagerðarmanninum Tom Ackerley. Lífið 7. júlí 2024 21:26
Jon Landau er látinn Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2024 10:46
Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2024 23:25
Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Tónlist 2. júlí 2024 07:00
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1. júlí 2024 12:48
Leyfir bumbunni að njóta sín á meðgöngunni Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart. Tíska og hönnun 26. júní 2024 14:00
Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. Lífið 25. júní 2024 15:22
Ben McKenzie á Kaffi Vest Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni. Lífið 22. júní 2024 23:05
Hefur ekki hitt öll 26 systkini sín Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt. Lífið 22. júní 2024 09:31
Sviptir hulunni af kílóatölunni Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness. Lífið 21. júní 2024 15:36
Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Lífið 21. júní 2024 15:00
Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Lífið 21. júní 2024 10:17
Nýjasta súperstjarna heimsins Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði. Tónlist 20. júní 2024 07:01
Kevin Costner opnar sig um slúðrið Kevin Costner hefur opnað sig um þrálátan orðróm þess efnis að hann sé nú að hitta söngkonuna Jewel. Stutt er síðan leikarinn skildi að borði og sæng við tískuhönnuðinn Christine Baumgartner og hefur hann nokkrum sinnum sést á opinberum vettvangi með Jewel. Lífið 19. júní 2024 21:27
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. Lífið 19. júní 2024 07:20
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. Lífið 18. júní 2024 13:51
McKellen heill á húfi Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. Lífið 18. júní 2024 08:02
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. Erlent 17. júní 2024 22:54
Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17. júní 2024 21:01
Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Lífið 16. júní 2024 07:49
Enn neisti hjá Bad Bunny og Kendall Jenner Lengi lifir í gömlum glæðum. Slúðurmiðlar höfðu greint frá sambandsslitum þeirra Bad Bunny og Kendall Jenner en þau sáust á rómantísku stefnumóti í Púertó Ríkó, heimalandi Bad Bunny, fyrr í vikunni. Lífið 13. júní 2024 22:43